Svo bar til um síðustu helgi að fyrirtæki í opinberri eigu, Landsvirkjun, ákvað að halda árshátíð sína í nágrenni við sinn helsta framleiðslustað, Kárahnjúkavirkjun. Kostnaður við hátíðahöldin hefur verið til umræðu allra síðustu daga en hann má skoða frá nokkrum sjónarhornum.
Efnilegt tónlistarfólk frá öllum sveitarfélögum Austurlands steig á svið í Tónlistarmiðstöð Austurlands um helgina og sýndi hvað í þeim bjó með fjölbreyttri efnisskrá sem spannaði allt frá klassík til rokks og róls.
Samkvæmt skilgreiningu: Er æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Skiptir máli fyrir hinn almenna Íslending hver velst til þessa starfs eða skiptir það aðeins máli fyrir starfandi presta og djákna?
Austurfrétt hefur með vísan í upplýsingalög, fengið aðgang að gögnum starfshópa um fræðslumál sem lágu fyrir bæjarstjórn þegar hún tók ákvörðun um breytingar á skólum sveitarfélagsins í lok febrúar. Austurfrétt hefur einnig undir höndum samantekt skólastjórnenda við bæjaryfirvöld vegna málsins. Hér er farið yfir það helsta sem fram kemur í þessum gögnum.
Þórður Páll Ólafsson er nýr glímukóngur Íslands og Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning. Þau búa bæði á Reyðarfirði þótt Þórður Páll glími fyrir UÍA og Marín Laufey fyrir HSK.
Kosningu til biskups Íslands lýkur á morgun. Nýverið héldu biskupefnin þrjú: Guðmundur Karl, Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttir og Elínborg Sturludóttir sameiginlegan fund í Egilsstaðakirkju, sem var hluti af hringferð þeirra. Austurfrétt greip niður í helstu spurningar og svör frá fundinum.