Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu GS Lausna um að stöðva tafarlaust samning Fljótsdalshrepps og Múlaþings við Íslenska gámafélagið um sorphirðu, gámaflutninga, gámaleigu og tengda þjónustu. Nefndin kannar hins vegar hvort rétt hafi verið staðið að samningnum.
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu, sem lýst var á Austfjörðum á laugardag, var í morgun aflétt alfarið. Þrátt fyrir hættuna hefur enn aðeins eitt snjóflóð verið skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar síðustu daga.