Ellefu manna sendinefnd frá Grænlandi heimsótti í vikunni Ísland og
skoðaði stóriðjuslóðir á Austurlandi og Húsavík fyrir utan að hitta
íslenskar þingnefndir. Grænlendingar eiga í viðræðum við Aloca um
byggingu álvers.
Kertum verður fleytt í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld
í minningu fórnarlamba kjarnorkustrengjanna sem varpað var á japönsku
borgirnar Hírósíma og Nagasaki þann 6. og 9. ágúst árið 1945.
Guðgeir Sigurjónsson, framkvæmdastjóri VHE á Reyðarfirði, segir
fyrirtækið vanta smiði á Egilsstöðum og vélvirkja til starfa á
Reyðarfirði. Mannaflaþörfin hafi meðal annars verið leyst með erlendum
starfsmönnum.
Úrkomumet var sett á Desjarmýri í Borgarfirði í morgun. Þar mældust sólarhringsúrkoman 151,4 mm klukkan níu í gærmorgun. Það er það mesta sem mælst hefur þar síðan úrkomustöð var sett upp árið 1998. Gamla metið var sett í ágúst 2001 þegar 132 mm mældust.
Nýr Austurgluggi barst áskrifendum í dag. Þar er fyrirferðarmikil úttekt á tekjum 715 Austfirðinga. Við brugðum okkur einnig á Neistaflug, kynntumst Unglingalandsmóti og fyrstu umhverfisvottuðu byggingunni á Íslandi.