Eflir leitarmöguleika á sjó og landi
TF-SIF er ný flugvél Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í fyrradag. Hún eflir mjög leit á sjó og landi því tæknibúnaður vélarinnar getur greint umhverfi með öflugum hætti.
TF-SIF er ný flugvél Landhelgisgæslunnar og kom hún til landsins í fyrradag. Hún eflir mjög leit á sjó og landi því tæknibúnaður vélarinnar getur greint umhverfi með öflugum hætti.
Heldur er að draga saman í innanlandsfluginu milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands hefur farþegum í flugi milli staðanna fækkað um 19% það sem af er ári.
Skip Síldarvinnslunar í Neskaupstað, Birtingur og Súla, rákust saman í svartaþoku á miðunum austan af landinu í vikunni. Súlan skemmdist talsvert, en verið er að meta þær. Engin slys urðu á mönnum.
Humarhátíð á Höfn er formlega sett í dag, þrátt fyrir að hún hafi hafist fyrr í vikunni. Í fyrra komu 2000 gestir á hátíðina og er búist við öðru eins í ár. Íbúar og gestir hátíðarinnar borða humar eins og þeir geta í sig látið, eldaðan og framreiddan með ýmsum hætti. Fjölmörg skemmtiatriði eru á boðstólum, tónlist og íþróttakeppnir.
Þórir SF 77 nýtt skip Skinneyjar Þinganess og hið síðara sem smíðað var í Taiwan kom til Hornafjarðar 30. júní. Öll skip fyrirtækisins að undanskyldu Þinganesinu sem var í slipp, sigldu fánum prýdd til móts við Þóri og tóku á móti honum skammt vestan við Hvanney. Síðan sigldu öll skipin til hafnar með nýja Þóri í fararbroddi.
Á vef sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs er vitnað í grein Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum um umgengni í og við þéttbýlið. ,,Í Austurglugganum, sem kom út fyrir viku, skrifar Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum þarfa grein, þar sem hann ávítar íbúa, fyrirtæki og sveitarfélagið fyrir slæglega umgengni og hvetur alla aðila til að girða sig í brók, taka til í kring um sig og ganga vel um einkalóðir og opin svæði.
Gistiframboð hefur nú aukist enn frekar á Seyðisfirði. Þannig hefur nú opnað Gistiheimilið Norðursíld norðan og utanvert í Seyðisfirði og að Austurvegi 17 er íbúð til útleigu fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða litla hópa. Þá býður Skálinn sf. upp á heimagistingu í bænum. Fyrir eru m.a. Hótel Aldan, Farfuglaheimilið Hafaldan og Skálanes.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.