Blak: Landsliðið vann Lúxemborg
Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann í gær lið Luxemborgar 3-0 á smáþjóðaleikunum. Þrír leikmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í liðinu.
Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann í gær lið Luxemborgar 3-0 á smáþjóðaleikunum. Þrír leikmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í liðinu.
Hafin er miðasala á tónlistarviðburðinn Bræðsluna, sem haldin verður á Borgarfirði eystra 24. til 26. júlí. Bræðslutónleikar hafa alltaf verið sérstaklega eftirminnilegir og þar ríkt mikil stemning meðal gesta. Tónlistarflutningur í Bræðslunni þetta árið verður í höndum Hins íslenska Þursaflokks, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Monicu Abentroth ásamt strengjasveit og hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs. Hún sigraði Músíktilraunir í vor. Miðasala fer fram á vefsíðunni www.midi.is.
Nú á næstunni er búist við tveimur flutningaskipum til landsins á vegum HB Granda. Um helgina er von á flutningaskipinu Ice Louise til Vopnafjarðar frá Noregi með löndunarkrana fyrir fiskimjölsverksmiðjuna, sem er enn einn liðurinn í öflugri uppbyggingu uppsjávarvinnslu félagsins á staðnum. Í næstu viku verður svo flutningaskipið Viking Frio á ferðinni í Reykjavík og síðan er von er á skipinu til Vopnafjarðar þar sem lestaðar verða ýmiss konar afurðir til útflutnings.
Safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði fékk á dögunum flökunarhnífa sömu gerðar og notaðir voru af frönskum skútusjómönnum hér við land á árum áður. Það var Jean Le Tellier sem er mikill áhugamaður um Ísland og gefur út fréttabréf á frönsku um Ísland, Courrier D´Islande, sem færði safninu þessa einstöku gjöf.
Markús Eyþórsson og Benedikt Hermannsson á Egilsstöðum hafa keypt rekstur Toyota á Austurlandi og verða, undir nafninu Bílaverkstæði Austurlands, með viðgerðarverkstæði og sölu á notuðum bílum. Fram kom í Austurglugganum í síðustu viku að aðeins ein bílasala væri nú á svæðinu frá Selfossi til Akureyrar, en sama dag og blaðið var prentað var gengið frá samningi um kaupin á Toyota á Austurlandi og því eru bílasölurnar tvær.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.