Allar fréttir

Blak: Landsliðið vann Lúxemborg

Íslenska kvennalandsliðið í blaki vann í gær lið Luxemborgar 3-0 á smáþjóðaleikunum. Þrír leikmenn frá Þrótti Neskaupstað eru í liðinu.

 

Lesa meira

Miðasala hafin á Bræðsluna

Hafin er miðasala á tónlistarviðburðinn Bræðsluna, sem haldin verður á Borgarfirði eystra 24. til 26. júlí. Bræðslutónleikar hafa alltaf verið sérstaklega eftirminnilegir og þar ríkt mikil stemning meðal gesta. Tónlistarflutningur í Bræðslunni þetta árið verður í höndum Hins íslenska Þursaflokks, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Monicu Abentroth ásamt strengjasveit og hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs. Hún sigraði Músíktilraunir í vor. Miðasala fer fram á vefsíðunni www.midi.is.

mi_i_-_thursaflokkurinn.jpg

Nýr löndunarkrani á leiðinni og afskipanir framundan

Nú á næstunni er búist við tveimur flutningaskipum til landsins á vegum HB Granda. Um helgina er von á flutningaskipinu Ice Louise til Vopnafjarðar frá Noregi með löndunarkrana fyrir fiskimjölsverksmiðjuna, sem er enn einn liðurinn í öflugri uppbyggingu uppsjávarvinnslu félagsins á staðnum. Í næstu viku verður svo flutningaskipið Viking Frio á ferðinni í Reykjavík og síðan er von er á skipinu til Vopnafjarðar þar sem lestaðar verða ýmiss konar afurðir til útflutnings.

lundey_vefur.jpg

Lesa meira

Franskir flökunarhnífar

Safnið Fransmenn á Íslandi  á Fáskrúðsfirði fékk á dögunum flökunarhnífa sömu gerðar og notaðir voru af frönskum skútusjómönnum hér við land á árum áður. Það var Jean Le Tellier sem er mikill áhugamaður um Ísland og gefur út fréttabréf á frönsku um Ísland, Courrier D´Islande, sem færði safninu þessa einstöku gjöf.

albert_eirks_og_jean_le_tellier_m_flokunarhnifana.jpg

Lesa meira

Toyota áfram á Austurlandi

Markús Eyþórsson og Benedikt Hermannsson á Egilsstöðum hafa keypt rekstur Toyota á Austurlandi og verða, undir nafninu Bílaverkstæði Austurlands, með viðgerðarverkstæði og sölu á notuðum bílum. Fram kom í Austurglugganum í síðustu viku að aðeins ein bílasala væri nú á svæðinu frá Selfossi til Akureyrar, en sama dag og blaðið var prentað var gengið frá samningi um kaupin á Toyota á Austurlandi og því eru bílasölurnar tvær.

toyota2.jpg

Lesa meira

Borgfirðingar sjá fyrir sér áhrif fyrningaleiðar

Á borgarfjordureystri.is er greint frá fyrstu útgerðinni sem farið hafi á hvolf vegna yfirvofandi fyrningarleiðar í sjávarútvegi þótt áætlanir stjórnvalda séu ekki enn komnar til framkvæmda. Vefurinn birtir myndir af bát Bergbjarnar og Móra Group ehf. á hvolfi – enda ætla margir að slíkt verði örlög útgerða gangi fyrirætlanirnar eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar