Allar fréttir

Austurgluggavefurinn aftur í loftið

Lesendur fréttagáttarinnar eru beðnir velvirðingar á því að austurglugginn.is hefur lítið verið í loftinu síðustu daga vegna tæknilegra vandkvæða. Nú hefur verið unninn bugur á þeim og því halda fréttir áfram að birtast með reglulegum hætti á vefnum.

r.jpg

Ráðuneytisbreytingar

Á blaðamannafundi forsætisráðherra, fjámálaráðherra og viðskiptaráðherra í morgun kom meðal annars fram að samgönguráðuneytið mun eftirleiðis heita samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðuneyti. Ráðuneyti dóms- og kirkjumála fær heitið dóms- og mannréttindamálaráðuneyti og munu þessi tvö ráðuneyti flytjast í nýtt innanríkisráðuneyti í lok kjörtímabilsins.

slenski_fninn.gif

Lesa meira

Vorboðinn ljúfi

Tónleikar Kórs Flensborgarskóla í Hafnarfirði verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði annað kvöld kl. 20:00.

Með vortónleikum þessum lýkur hefðbundnu vetrarstarfi ungmennanna í Kór Flensborgarskólans og hluti söngvara kveður kórinn um leið og þeir útskrifast frá skólanum.

flens-landi-a4-c1.jpg

 

Lesa meira

Frysting á síld hafin á Vopnafirði

Fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessari vertíð barst til Vopnafjarðar nú í morgun er áhöfnin á Faxa RE kom þangað með rúmlega 400 tonna afla. Löndun hófst þegar í stað eftir að skipið lagðist að bryggju um tíuleytið og fór síldin til vinnslu í fiskiðjuveri HB Granda þar sem hún er flökuð og fryst.

 

Lesa meira

Hvernig stýrir þú fyrirtækinu út úr kreppunni ?

Jónas Vigfússon skrifar:      Viltu að fyrirtækið þitt komi vel út úr kreppunni? Viltu að stofnunin sem þú ert að stýra nái tökum á verkefnum sínum þrátt fyrir samdrátt og niðurskurð? Fréttir benda til að allt of margir stjórnendur séu í biðstöðu þessar

vikurnar. Eftir hverju menn eru að bíða er óljóst, sumir tala um að sjá hvað gerist næst hjá ríkisstjórninni, aðrir segja að þeir vilji sjá hvernig gengið þróast o.s.frv.

minnismerki_ekkt_embttism_magns_tmasson.jpg

Lesa meira

Málþing um samgöngumannvirki - Tækifæri á Austurlandi

Þróunarfélag Austurlands og Samband sveitarfélaga á Austurlandi standa fyrir málþingi þriðjudaginn 2. júní n.k. frá kl 15:00-18:00. Þingið verður haldið í matsal Alcoa/Fjarðaáls (álverslóð) og eru allir velkomnir.

ssa.jpg

Lesa meira

Snúum skipinu við - Ráð fyrir ráðlausa

Brynjar Valdimarsson og Sverrir Garðarsson skrifa:       Á Íslandi ríkir neyðarástand. Þetta neyðarástand er ekki sjálfskapað og hverfur því ekki að sjálfu sér. Við þurfum, sem þjóð, að bretta upp ermar og spýta í lófa til að vinna bug á því ástandi sem hefur skapast. Við höfum sogast inn í ákveðna stöðu, þar sem allt okkar frármagn fer í að greiða niður lán sem hafa tvöfaldast, ef ekki þrefaldast, á skömmum tíma. Við höfum ekkert á milli handanna til að lifa á, neysla hefur dregist saman og við stöndum ráðþrota frammi fyrir hrúgu ógreiddra reikninga.

195116_1_preview.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar