Munið þið eftir sögunni um Bakkabræður, þá Gísla, Eirík og Helga, sem vörðu löngum tíma í að bera sólarljósið að utan inn í myrkan bæinn? Bakkabræður byggðu sér bæ og hann var ágætur, nema þeir gleymdu glugganum. En þeim fannst enginn vandi að bæta úr því, þeir gátu tekið sólarljósið með höndunum úti á túni og borið það inn í bæinn í húfunum sínum.
Ríkisstjórnin áformar að flytja 38 mál á 137. löggjafarþinginu sem nú er nýhafið. Þetta má lesa úr þingmálaskrá sem lögð var fram um leið og forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Flest mál verða flutt af hálfu viðskiptaráðherra, 8 talsins. Athygli vekur að engin flutningsmál eru fyrirhuguð hjá samgönguráðuneyti á 137. löggjafarþinginu. Málaflokkar ráðuneytisins eru sveitastjórnarmál, fjarskipta- og póstmál, flugmál, siglinga-, hafna- og vegamál, umferðarmál, Evrópumál og jöfnunarsjóðsmál. Ekki eru heldur nein mál fyrirhuguð til flutnings frá iðnaðarráðuneyti, sem fjallar um öll orkumál, ferðamál, auðlindir á hafsbotni og nýsköpun, svo eitthvað sé nefnt.
Indverska nuddkonan Japsy Jakob hefur fengið atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi út þetta ár og þarf því ekki að yfirgefa Seyðisfjörð eins og útlit var fyrir. Málareksturinn við að fá atvinnuleyfi hefur verið mikill og erfiður og vill Japsy koma á framfæri þakklæti fyrir alla þá umhyggju og stuðning sem hún hefur mætt hjá Seyðfirðingum og öðrum velvildamönnum. Hún segist aldrei hafa kynnst svo góðu fólki né betri bæ. Til stóð að vísa Japsy úr landi fyrir nokkrum vikum vegna þess að leyfin voru útrunnin. Hún hefur nú búið á Seyðisfirði í tvö ár og mótmæltu Seyðfirðingar því harðlega þegar Útlendingastofnun ákvað að henni skyldi vísað úr landi. Hvað tekur við um næstu áramót í dvalar- og atvinnuleysismálum er þó óljós.
Sýningin Dúett - Sonnettusveigur verður opnuð á VesturveggSkaftfells , miðstöðvarmyndlistar á Austurlandilaugardaginn 23. maí 2009 kl. 17 og stendur til 7. júní.
Sýning á húsamódelum, hönnuðum af nemendum 7. – 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla hefst á laugardag í Bókabúðinni; verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Verkefnið var unnið í samkennslu myndmenntar og upplýsingamenntar og markmiðið að nemendur öðluðust þekkingu á þeim möguleikum sem tölvan býður upp á til viðbótar við hefðbundna miðla til sköpunar s.s. teikningu, málun og mótun. Nemendur kynntu sér auðar lóðir á Seyðisfirði og hönnuðu svo sín eigin hús út frá staðsetningu, reglugerðum og samræmi við nærliggjandi byggingar. Nemendurnir teiknuðu húsin í Google Sketchup og unnu svo módel af þeim út frá teikningunum. Húsin verða til sýnis til 7. júní.
Ef Facebook væri land væri það meðal tíu fjölmennustu landa heims og fer stækkandi. Á aðeins fjórum árum hefur Facebook vaxið frá því að vera samskiptasíða háskólastúdenta í Bandaríkjunum í að verða alþjóðlegt tengslanet. Facebook býður upp á ýmsa möguleika og þar á meðal eru sérstakar aðferðir og uppsetning til að kynna fyrirtæki, vörur og þjónustu t.d. með uppsetningu sérstakra síðna, sem eru strax aðgengilegar í Google leitarvélinni, ásamt markvissri markaðssetningu auglýsinga.
Boðað hefur verið til málþings um þróun atvinnutækifæra í menningu og ferðaþjónustu á Seyðisfirði. Velt verður upp spurningunni um hvernig virkja megi hæfileika fólksins og menningararfinn til að bæta afkomu íbúanna.Málþingið fer fram í Félagsheimilinu Herðubreið, bíósal, á morgun, föstudag, kl. 13:00.