Allar fréttir

Ólafur Bragi íþróttamaður UÍA

Akstursíþróttamaðurinn Ólafur Bragi Jónsson, úr Akstursíþróttafélaginu START, var um helgina útnefndur íþróttamaður UÍA árið 2008. Viðurkenningin var afhent á þingi sambandsins á Seyðisfirði.

 

Lesa meira

Etja kappi við Gróttu í dag

Í dag fer fram fyrsti leikur sameiginlegs liðs Fjarðabyggðar / Leiknis / Hugins á Íslandsmóti í 2. flokki karla. Leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni á móti Gróttu og hefst leikurinn kl. 13.

ftbolti.jpg

Leika gegn Haukum að Ásvöllum í dag

Karlalið Fjarðabyggðar leikur í dag við Hauka að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 14. Haukaliðið vann sinn fyrsta leik 2-0 gegn Leikni R. fyrir nokkrum dögum og er spáð um miðja deild í sumar. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Norðfjarðarvelli árið 2008 en Fjarðabyggð vann leikinn í Hafnarfirði 4-2.

219082_218_preview.jpg

Hrafna Hanna vann Idol

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs frá Djúpavogi, sigraði í Idol stjörnuleit en úrslitin fóru fram í Smáralind í gær.

 

Lesa meira

Sýningaropnun í Dalatangavita

Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur  að óhefðbundinni listsýningu í fjórum vitum hringinn í kring um landið, einum í hverjum landsfjórðungi. Myndlistarmönnum var boðið að setja upp verk sín í vitunum, sem verða opnir ferðalöngum fram yfir verslunarmannahelgi. Um er að ræða Dalatangavita, Garðskagavita, Bjargtangavita og Kópaskersvita. Listamaðurinn Unnar Örn sýnir á Austurlandi og opnar sýning hans í Dalatangavita í dag.

dalatangi.jpg

Lesa meira

Banaslys í Fáskrúðsfirði

Banaslys varð á þjóðvegi 92 í sunnanverðum botni Fáskrúðsfjarðar í morgun þegar bifreið var ekið út af veginum.

Einn maður lést og annar var fluttur á sjúkrahús. Slysið var skammt sunnan við brúna yfir Dalsá, nærri bænum Tungu.

Lögreglan á Eskifirði vill ekki greina nánar frá málinu fyrr en líður á daginn. Bænastund verður í Fáskrúðsfjarðarkirkju klukkan 18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar