Allar fréttir

Leika gegn Haukum að Ásvöllum í dag

Karlalið Fjarðabyggðar leikur í dag við Hauka að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 14. Haukaliðið vann sinn fyrsta leik 2-0 gegn Leikni R. fyrir nokkrum dögum og er spáð um miðja deild í sumar. Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Norðfjarðarvelli árið 2008 en Fjarðabyggð vann leikinn í Hafnarfirði 4-2.

219082_218_preview.jpg

Atvinnumálafundur kl. 15

Fundur um atvinnumál og nýsköpun verður haldinn á Hótel Héraði í dag klukkan þrjú. Það eru Vísindagarðurinn ehf. og atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs sem boða til fundarins. Yfirskrift hans er „Hver er staðan og hverjar eru horfunar í atvinnulífinu? Hvar liggja ný atvinnutækifæri og hvernig á að skapa þau?" Tveir framsögumenn verða á fundinum;  Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fjallar um nýsköpun í atvinnulífinu og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flytur erindi um horfurnar í atvinnulífinu.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Kór Hvammstangakirkju syngur

Kór Hvammstangakirkju heldur tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði 16. maí kl. 17:00

Efnisskráin er fjölbreytt og býður bæði upp á kirkjulega og veraldlega tónlist. Stjórnandi Pálína Fanney Skúladóttir. Aðgangseyrir er enginn og allir eru hjartanlega velkomnir.

kirkju_og_menningarmist.jpg

 

Risamót í Fjarðabyggðarhöllinni

Fjarðaálsmótin í 6. flokki drengja og stúlkna og 7 flokki (blönduðum) verða háð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.  Tuttugu og átta lið eru skráð til leiks, sem þýðir að um 280 krakkar taka þátt og með þeim er fjöldinn allur af foreldrum. Mótið er væntanlega eitt það allra fjölmennasta sem fram hefur farið á Austurlandi í knattspyrnunni og búist við gríðarmikilli stemningu í Höllinni í dag. 
Þátttökuliðin koma frá Fjarðabyggð, Höfn, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Þórshöfn og frá Akureyri.

lmf00491.jpg

Af einkasyni hugumstórra fjalla

Mánudaginn 18. maí verða liðin 120 ár frá því Gunnar Gunnarsson skáld fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Í tilefni þess bjóða Stofnun Gunnars Gunnarssonar, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn til málþings í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu á afmælisdaginn.

gunnar_gunnarsson.jpg

Lesa meira

290 keppa á fimleikamóti í dag

Í dag verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum.  Aðkomufólk er á fjórða hundrað talsins og keppendur um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar.  Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins séu komin til mótsins.

Níu til tólf ára fimleikakrakkar keppa frá kl. 09:45 til 11:35. Milli kl. 13:05 og 14:25 keppa fimmtán ára og eldri og frá 16:45 til 18:50 spreyta sig 2. flokkur í hringjum og 3. flokkur unginga.

 

 55 keppendur eru frá Fimleikadeild Hattar en alls eru keppendur 290. Úrslit má sjá á vefsíðu Fimleikasambands Íslands.

fimleikar.jpg

Lesa meira

Sykurskattur

Fram hefur komið í fjölmiðlum að heilbrigðisráðherra íhugi að leggja á sérstakan sykurskatt til að hamla gegn tannskemmdum barna og unglinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkar hugmyndir koma fram. Á haustdögum 2004 voru slíkar hugmyndir til umræðu. Á þingi Neytendasamtakanna sem haldið var í september það ár var samþykkt svohljóðandi ályktun gegn sykurskatti:

  

„Þing Neytendasamtakanna hafnar hugmyndum um sérstakt gjald á sykur og gosdrykki. Sykur og sælgæti er samkvæmt könnun Hagfræðistofnunar 63% dýrara hér en að meðaltali í Evrópu. Þing Neytendasamtakanna telur að beita þurfi öðrum aðgerðum vegna mikillar sykurneyslu, m.a. fyrirbyggjandi fræðslu í skólum. Sérstök skattlagning er neyslustýring og leiðir til aukinna útgjalda heimilanna.”

sykur.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar