Allar fréttir

Landsþing Landsbjargar um helgina

 

Dagana 15. og 16. maí heldur Slysavarnafélagið Landsbjörg landsþing sitt í Íþróttahöllinni á Akureyri. Landþingið sækja um 500 félagar úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum af landinu öllu. Landsþing félagsins er haldið annað hvert ár og er stærsta samkoma þess. Á þinginu er kosin ný stjórn, farið yfir reikninga og málefni þessa stóra félags, sem í eru um 18.000  félagsmenn, rædd vítt og breytt. 482830b.jpg

Lesa meira

Málþing um Einar Braga og atómskáldin

 

Málþing um Einar Braga og atómskáldin verður haldið í Þórbergssetri 21. og 22. maí. Málþingið hefst kl. 14:00 á uppstigningardegi 21. maí og lýkur kl. 14:00 á föstudeginum 22. maí. Fluttir verða fyrirlestrar um lífsstarf Einars Braga út frá ýmsum sjónarhornum, sem og um önnur „atómskáld.“ Framsögumenn eru Pétur Gunnarsson, Eystinn Þorvaldsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Jórunn Sigurðardóttir, Guðbjörn Sigurmundsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Fjölnir Torfason og Svavar Steinarr Guðmundsson.

bkasafn.jpg

Lesa meira

Gæsluvarðhald yfir dópsmyglurum framlengt

Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem taldir eru hafa staðið fyrir smygli á meira en hundrað kílóum fíkniefna til landsins með skútu hefur verið framlengt til næstu mánaðarmóta.

Fjórir mannanna munu sitja í gæsluvarðandi til 29. maí en tveir til 2. júní. Þeir munu allir hafa komið við sögu í öðrum fíkniefnamálum áður, Íslendingarnir hérlendis en Hollendingurinn í sínu heimalandi. Sá hafði komið nokkrum sinnum til landsins áður en Landhelgisgæslan náði honum á hafinu milli Íslands og Færeyja á skútunni, sem siglt var að Papey.

487568.jpg

90% ætla að ferðast innanlands

Könnun Ferðamálastofu um ferðaáform Íslendinga innanlands gefur til kynna að níu af hverjum tíu Íslendingum ætli að ferðast innanlands í sumar. Það er nokkru hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt.

feralangur3.jpg

Lesa meira

Breiðdalsá lofar góðu

Roknaveiði hefur verið í Breiðdalsá síðan veður skánaði og dæmi um að allt að fimmtíu bleikjur hafi fengist á þrjár stangir. Segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum að þetta lofi mjög góðu og meira líf virðist vera á svæðinu en undanfarin ár á sama tíma. Sjóbleikjuveiði í Fögruhlíðarárósi og á hinum nýju veiðisvæðum í Jöklu hefst 1. júní.

breidals.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku er ýmislegt forvitnilegt. Má þar nefna umfjöllun um sigurgöngu Austfirðinga á sýningunni Ferðalögum og frístundum, lok skíðavertíðar og undirbúning stórs kajakmóts á Norðfirði. Nýr þingmaður Austfirðinga, Björn Valur Gíslason, skrifar um sjávarútvegsmálin og Guðmundur Karl Jónsson um veg yfir Öxi. Auk frétta og íþrótta er svo matgæðingurinn á sínum stað. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

agl_kominn_t6.jpg

Tónleikar til minningar um Helga Magnús Arngrímsson

Fjölskylda og vinir Borgfirðingsins Helga Magnúsar Arngrímssonar, sem lést fyrir nokkru, ætla að efna til stórtónleika í Fjarðarborg föstudaginn 12. júní, á afmælisdegi Helga. Með þeim á að minnast Helga á skemmtilegan og hugljúfan hátt, með sérstaka áherslu á tónlist sem honum var kær.

tnlist2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar