Allar fréttir

Von á 280 krökkum

Fjarðaálsmótin í 6. flokki drengja og stúlkna og 7 flokki (blönduðum) verða háð í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag, 16. maí.  Skráð eru til leiks 28 lið og því von á allt að 280 börnum og vonandi tölvert fleiri foreldrum.  Á vef Leiknis segir að trúlegt þyki að þetta verði fjölmennasta knattspyrnumót sem haldið hefur verið á Austurlandi. 

Liðin koma frá Höfn, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Þórshöfn, Akureyri og úr Fjarðabyggð.

fjaragbyggarlg.jpg

Ólögmæt álagning á Djúpavogi

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar álagningu svokallaðs B-gatnagerðargjalds á fasteign í Djúpavogshreppi. Niðurstaða ráðuneytisins er að álagningin hafi verið ólögmæt og var hún því felld úr gildi.

04_28_8_thumb.jpg

Lesa meira

Samráðsfundur sveitarfélaga um efnahagsvandann

Samráðsfundur íslenskra sveitarfélaga um efnahagsvandann fer fram 13. maí n.k. í Reykjavík. Sveitarfélög og landshlutasamtök senda að jafnaði einn til tvo fulltrúa hvert til fundarins.

Formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, mun fara yfir stöðu mála og fjallað verður um nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Síðan verða almennar umræður þar sem fundarmenn geta skipst á skoðunum og sagt frá hvernig einstök sveitarfélög hafa verið að bregðast við rekstrarvanda og greint frá leiðum til hagræðingar í rekstri.

11846857251877973637rett_blatt_transparent.gif

Lesa meira

Frá Viborg til www

Katrín Jóhannesdóttir fatahönnuður opnaði á laugardag sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Er það útskriftarsýning Katrínar, sem útskrifaðist fyrir skömmu frá Textilseminareiet í Viborg í Danmörku. Á sýningunni eru meðal annars prjónaðir kjólar, peysur og fylgihlutir, allt hannað með íslenska þjóðbúninginn í huga. Sýningin er opin fram til 23. maí milli kl. 14 og 18.

b_265_293_14277081_0_stories_news_2008_agust_langab_vefur.jpg

Fundahöld vegna mála yfirlæknis

Hollvinasamtök Heilsugæslu Fjarðabyggðar munu eiga fund með bæjarráði Fjarðabyggðar í fyrramálið. Þá er einnig fyrirhugaður fundur Hollvinasamtakanna og yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands á morgun. Til umfjöllunar verða málefni Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis heilsugæslunnar.

Jafnframt mun heilbrigðisráðherra eiga fund með bæjarstýru Fjarðarbyggðar í vikunni.

health-care.jpg

 

AFL kærir til Hæstaréttar

AFL Starfsgreinafélag undirbýr nú kæru til Hæstaréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði á fimmtudag frá dómi máli AFLs á hendur Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans. Stefna AFLs snerist ekki um peninga heldur upplýsingar segja forsvarsmenn AFLs - og þær vilji  héraðsdómur ekki að almenningur fái.

478665b.jpg

 

Lesa meira

Læknafélag Íslands ályktar um mál yfirlæknis

Ályktun stjórnar Læknafélags Íslands vegna deilu yfirstjórnar HSA og yfirlæknis við stofnunina:   Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á Austurlandi vegna deilna yfirstjórnar HSA og yfirlæknis við stofnunina. Það er áhyggjuefni þegar viðkvæm deiluefni eru rekin í fjölmiðlum og getur leitt til þess að torvelda leiðina að lausn vandans. Það er sérstakt áhyggjuefni þegar deila stjórnenda heilbrigðisstofnana við heilbrigðisstarfsmenn bitnar á sjúklingum.

lknir.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar