Frávísun til skoðunar í heilbrigðisráðuneyti
,,Frávísun ríkissaksóknara er til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og varla að vænta svara fyrr en eftir helgi. Á meðan er ekki að vænta neinna yfirlýsinga frá HSA,“ segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Sem kunnugt er hefur ríkissaksóknari hætt rannsókn á störfum yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar en yfirstjórn HSA leysti lækninn tímabundið frá störfum 12. febrúar.