Að jafnaði voru tekin 10-15 sýni vegna Covid-19 á hverjum degi októbermánaðar á Austurlandi. Íbúar hafa farið að fyrirmælum um að halda sig heima finni það fyrir einkennum.
Rétt rúmur mánuður er frá því kosið var til sveitarstjórnar í sveitarfélaginu sem hlotið hefur nafnið Múlaþing. Fljótlega að loknum kosningum gerðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með sér samkomulag um meirihlutasamstarf sem undirritað var 30. september.
Aftur er gul veðurviðvörun á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá síðdegi í dag. Raunar er gul veðurviðvörun um allt landið nema vesturhluta þess.
Héraðsmennirnir Fannar Magnússon og Hákon Aðalsteinsson hafa tekið höndum saman um að gera stutt myndbönd með myndum af perlum Austurlands sem birt verða á Austurfrétt.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tryggja Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) varanlegt aukið fjármagn til að tryggja áframhaldandi þjónustu sérgreinalækna við íbúa umdæmisins með samningum við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítala.
Marel hefur sett upp nýtt vinnslukerfi hjá Búlandstindi á Djúpavogi. Um mjög öflugt kerfi er að ræða sem getur afkastað allt að 20 kössum af laxafurðum á mínútu á tveimur vinnslulínum.
Hrun í sértekjum hjá Vatnajökulsþjóðgarði mun skapa mikla fjárhagserfiðleika í rekstri hans á næsta ári ef ekkert verður að gert. Um 200 milljónir kr. vantar upp á til að rekstur þjóðgarðsins verði með eðlilegu móti.