Framkvæmdum við þriðja áfanga snjóflóðavarna, byggingu varnargarðs og keila, ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi og miðar vel áfram. Vinna við verkið hófst í júlí 2019 og er áætlað að henni ljúki í desember 2021. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og er verkið um það bil hálfnað.
Austurland er í fararbroddi í notkun stafrænna lausna samkvæmt nýrri norrænni rannsókn um fjarheilbrigðisþjónustu. Reynsla Austfirðinga getur orðið öðrum dreifbýlissvæðum á Norðurslóðum fordæmi.
Norðfirski söngvarinn Guðmundur R. hefur gefið út nýtt lag sem talar beint inn í okkar samtíma. Lagið heitir Svona er lífið og er fáanlegt á helstu streymisveitum s.s. Spotify og Apple music.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands beinir því til foreldra og forráðamanna að leggja ekki í langferðir í vetrarfrí grunnskólanna sem hefst á næstu dögum til að fyrirbyggja útbreiðslu Covid-19 faraldursins.
Mynd af lunda á Borgarfirði eystra með gogginn fullan af fiski er meðal þeirra sem koma til greina sem náttúrulífsmynd ársins í samkeppni tímaritsins National Geographic í Hollandi. Ljósmyndarinn segist hafa skemmt sér stórkosta tímunum saman með að fylgjast með lundanum í Hafnarhólmanum.
Uppsjávarskipin Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK komu til Neskaupstaðar í gær og í morgun með síldar- og kolmunnaafla. Börkur NK er síðan væntanlegur í dag.