Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að falla frá fyrirhugaðri málsókn á hendur Stapa lífeyrissjóði vegna uppgjörs á vangreiddum lífeyrisgreiðslum á árunum 2005-2016. Málinu er þar með lokið af hálfu sveitarfélagsins.
Ráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið eftir að tveir meðlimir úr áhöfn skipsins greindust með Covid-19 veiruna. Ekki er þó talið að líkur séu á að þeir hafi smitað farþega.
Hinn þekkti fatahönnuður Sigrún Halla Unnarsdóttir hefur hlotið styrk úr Hönnunarsjóði til að þróa textíl og band úr iðnaðarhampi. Hampinn fær hún m.a. frá Berufirði.
Heimasíða hins nýstofnaða sveitarfélags Múlaþings er nú orðin aðgengileg almenningi. Henni er ætlað að leysa af hólmi heimasíður sveitarfélaganna sem sameinuðust inní sveitarfélagið.
Á nýlegum fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar var rætt um foreldragreiðslur sem þriðja valmöguleika foreldra með 12 mánaða börn ef ekki væri möguleiki á leikskólaplássi eða dagforeldri.
Heilbrigðisnefnd Austurlands segir að enn sé magn mengandi efna í fráveitu yfir starfsleyfismörkum Mjólkursamsölunnar (MS) á Egilsstöðun. „Heilbrigðisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í hreinsun fráveituvatns frá mjólkurstöðinni en bendir á að magn mengandi efna í frárennsli er þó enn yfir starfsleyfismörkum,“ segir í nýlegri fundargerð nefndarinnar.
Landbúnaður er mikilvæg grunnstoð fyrir íbúa Austurlands. Rúm 60% rekstrartekna koma frá sauðfé og tæp 40% samanlagt frá kúabúskap og nautgripabúum. Landbúnaður á Íslandi stendur á krossgötum og hefur gert í þó nokkur ár. Neyslubreytingar almennings, aukin alþjóðleg sem og innlend samkeppni, breyttur ríkisstuðningur (minni beinn framleiðslustuðningur) hafa valdið lægri tekjum á framleiðslueiningu hjá bændum.