Allar fréttir

Telur Jón Björn besta kostinn út kjörtímabilið

Rúnar Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Fjarðabyggð, telur Jón Björn Hákonarson besta kostinn í starf bæjarstjóra það sem eftir er kjörtímabils, líkt og ákveðið var af bæjarráð í gær. Hann segir nýja bæjarstjórann þurfa að leiða erfið mál til lykta.

Lesa meira

Nýlundabúðin komin á YouTube og Facebook

Nýlundabúðin sem vakti mikla athygli á Borgarfirði eystra í sumar er nú komin á Youtube og Facebook. Um er að ræða myndband sem þær Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring gerðu um þessa merkilegu uppákomu sína.

Lesa meira

Jón Björn verður bæjarstjóri

Jón Björn Hákonarson verður bæjarstjóri Fjarðabyggðar út kjörtímabilið. Þetta var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í kvöld. Eydís Ásbjörnsdóttir verður forseti bæjarstjórnar.

Lesa meira

Mokveiði á síldarmiðunum

Síldarvertíðin hefur gengið afar vel til þessa og skipin stoppa stutt á miðunum. Landað var úr Beiti NK í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um helgina og aðfaranótt mánudags kom Börkur NK með 1.050 tonn sem fengust í tveimur holum.

Lesa meira

Segir rekstur Fjarðabyggðar hafa farið í ranga átt

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Fjarðabyggðar sat hjá á fundi þess í kvöld þar sem gengið var frá ráðningu Jóns Björns Hákonarsonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem nýs bæjarstjóra og öðrum breytingum á nefndaskipan því samhliða.

Lesa meira

„Rétta leiðin til að tryggja samfellu í starfinu“

Eydís Ásbjörnsdóttir, nýr forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir það góða leið til að tryggja samfellu í starfi Fjarðabyggðar að Jón Björn Hákonarson taki við sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar af Karli Óttari Péturssyni sem lét af störfum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar