Allar fréttir

Smit greint í sýnatöku á landamærum

Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 smits á Austurlandi. Viðkomandi greindist við sýnatöku á landamærum. Ekki er talið að fleiri séu útsettir fyrir smiti.

Lesa meira

Mættar til upphitunar þegar leiknum var frestað

Kvennalið Þróttar Neskaupstaðar var mætt suður í Laugardalshöll þegar ákveðið var að fresta leik liðsins gegn Þrótti Reykjavík þar sem einstaklingur úr heimaliðinu var sendur í sóttkví. Félagið þarf að leggja út fyrir annarri borgarferð til að spila leikinn síðar.

Lesa meira

Haustsýning um einingarhús og listræna tjáningu

Haustsýningin í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, fjallar að þessu sinni um einingarhús undir formerkjunum PREFAB/FORSMÍÐ Einingarhús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra.

Lesa meira

Unnu C-deildina án þess að tapa leik

Lið Austurlands í þriðja flokki karla leikur á sunnudag í undanúrslitum Íslandsmóts þriðja flokks karla í knattspyrnu. Liðið vann í sumar C-deild mótsins og fór í gegnum hana án þess að tapa leik.

Lesa meira

Leiknismenn að heiman í tæpa fjóra sólarhringa

Knattspyrnulið Leiknis Fáskrúðsfirði gerði víðreist í síðustu viku. Félagið mun vera það lið sem ferðast mest vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og ferðirnar röðuðust ekki vel upp þegar finna þurfti nýja leikdaga fyrir leiki sem frestað var út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar