Allar fréttir
Austurlistinn kallar eftir samstjórn í nýju sveitarfélagi
Oddviti Austurlistans segir Sjálfstæðisflokkinn hundsa vilja kjósenda í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi með að hefja viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta. Austurlistinn telur rétt að látið hefði verið reyna á samstjórn allra framboða til að mæta stórum verkefnum sem framundan eru.Úrslit í heimastjórnarkosningum
Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í nýju sveitarfélagi á Austurlandi síðasta laugardag voru kosnir tveir aðalmenn og tveir varamenn í fjórar heimastjórnir sem fara munu með málefni hvers þess sveitarfélags sem sameinast.Grafalvarleg staða hjá menningarmiðstöðinni Skaftfelli
Að öllu óbreyttu stefnir í að loka þurfi menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í nóvember n.k. Fjárhagsvandræði eru ástæðan. Fjallað var um málið á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð kemur fram að staðan sé grafalvarleg.Aflaverðmæti makrílskipa 3 milljarðar króna hjá SVN
Aflaverðmæti makrílskipa hjá Síldarvinnslunni (SVN) nam rétt tæpum 3 milljörðum króna á þessari vertíð sem lauk nýlega.Þetta kemur fram á vefsíðu SVN. Þar segir að heildarkvóti íslenskra skipa á vertíðinni var 148.400 tonn og eru 18.900 tonn óveidd. Í fyrra nam makrílveiði Íslendinga 125.500 tonnum.