Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur náð samkomulagi við Neyðarlínuna um að tryggja fullnægjandi fjarskiptasamband á bæjum á Austurlandi áður en gamla koparkerfið (heimasíminn) verður að fullu lagt niður á næstu vikum.
Frambjóðendur í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi eru almennt jákvæðir í garð fiskeldis en leggja áherslu á mikilvægi fjölbreytta lausna í atvinnulífi. Þeir telja mikilvægt að ýta undir uppbyggingu innviða til að efla atvinnulíf í sveitum.
Nýtt austfirskt leikverk um ævi Sunnefu Jónsdóttur verður frumsýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld. Höfundur verksins segir söguna flókna en bjóða upp á spennandi efnivið fyrir leikskáld.
Þrjú framboð af fimm vilja að þungaumferð úr væntanlegum Fjarðarheiðargöngum verði beint suður fyrir byggðina á Egilsstöðum. Frambjóðendur eru heldur ekki fyllilega sammála um áherslur í skipulagsmálum.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands mælir með því að fólk haldi meiri fjarlægð en minni næstu daga, eða á meðan útgreiðsla Covid-19 smits á höfuðborgarsvæðinu skýrist.
Óvenju margar kvartanir og ábendingar hafa borist HAUST á undanförnum mánuðum vegna lausagöngu hunda í þéttbýli á Austurlandi, einkum á Egilsstöðum og í Neskaupstað.