Nú er unnið að endurhönnun á Golfvelli Seyðisfjarðar vegna fyrirhugaðra Fjarðaheiðarganga. Ljóst er að vegurinn að göngunum muni taka 6 holur af golfvellinum.
Fjórða iðnbyltingin er skollin á og við finnum það í okkar daglega lífi hvernig stafræn tækni verður sífellt stærri partur af tilveru okkar – bæði í vinnu og á heimavelli.
Mynd- og tónlistarsýningin Fly Me To The Moon verður opnuð í Tankinum á Djúpavogi annað kvöld (laugardag) kl. 20. Um er að ræða samstarfssýningu þeirra Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns og Odds Garðarssonar tónlistarmanns.
Dómsmálaráðherra kynnti í síðustu viku áform um að loka fangelsinu á Akureyri fyrir fullt og allt. Þau tíðindi urðu félögunum Birni Hafþóri Guðmundssyni og Stefáni Bragasyni að yrkisefni.
Kjósendur í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þurfa að vita nafn og lögheimili þess einstaklings sem þeir hyggjast kjósa í heimastjórn á sínu svæði. Tæknilega séð eru allir sem eru kjörgengir í framboð en sextán einstaklingar hafa lýst sig reiðubúna til að starfa í heimastjórnunum fjórum.