Nú þegar framboðslistarnir liggja fyrir og stefnumálin og „loforðin“ eru komin á pappír er ekki úr vegi að slá einu málefni fram til umræðu og umhugsunar. Undanfarin ár hafa fjarskiptamál verið ofarlega í hugum manna og þá sér í lagi í dreifbýlinu. Ef fjarskiptamöstur eiga að virka vel, þá þurfa þau ljósleiðara. Sveitarfélagið okkar er að stækka og verður landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Þá skipta fjarskiptamál enn meira máli.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands segir blankalogn ríkja í fjórðungnum hvað varðar Covid-19 smit. Hún áréttar þó sem fyrr að lítið megi út af bregða til að bresti á með kalda og jafnvel roki.
Tvö framboð af fimm í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi telja farsælast að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður undirbúningsstjórnar sameiningar, verði fyrsti bæjarstjóri nýs sveitarfélags. Það var tillaga undirbúningsstjórnarinnar en hún var ekki samþykkt einróma.
Beint útsending er hafin frá framboðsfundi Austurfréttar/Austurgluggans og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Framboðin í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hafa fæst fastmótaðar skoðanir um hvernig bregðast eigi við lausagöngu katta. Jafnvel er dæmi um ágreining innan lista um hvaða leiðir skulu farnar.