Allar fréttir

Dæmdur fyrir að ráðast á annan mann í rekkju sinni

Karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ryðjast inn á heimili annars manns og ráðast að honum. Hann var sýknaður af ákæru um eignaspjöll og hafa tekið manninn kverkataki.

Lesa meira

UMF Þristur hlaut Hermannsbikarinn

Á sambandþingi UÍA sem fram fór á dögunum var tilkynnt að UMF Þristur hlyti Hermannsbikarinn fyrir árið 2019 fyrir útivistarnámskeiðin sem félagið hefur byggt upp með góðum árangri undanfarin ár.

Lesa meira

Íbúar Austurlands fá 40% afslátt af flugi til Reykjavíkur

Íbúar á Austurlandi munu fá 40% afslátt af flugmiðum til og frá Reykjavík. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á blaðamannafundi í flugstöðinni á Egilisstöðum sem nú stendur yfir.

Lesa meira

Úr sóttkví og inn í hljóðver

Tríóð Ómland sendi fyrir helgi frá sér sitt fyrsta lag „Geymi mínar nætur.“ Fyrir sveitinni fara Rósa Björg Ómarsdóttir, sem ættuð er frá Norðfirði og Þórdís Imsland frá Hornafirði. Þær byrjuðu að semja saman lög þegar þær lentu saman í sóttkví í vor.

Lesa meira

Bættar samgöngur – vaxandi samfélag

Niðurgreiðsla innanlandsflugs er skref í þá átt að jafna aðgengi að því sameiginlega sem byggt hefur verið upp í höfuðborg okkar allra og styrkja byggð í öllum fjórðungum. Niðurgreiðslan er því réttlætismál fyrir þá sem fjærst búa frá sameiginlegri þjónustu, aðstöðu og afþreyingu höfuðborgarinnar, sem er líka mikilvægt byggðamál.

Lesa meira

Áfram veginn – Til framtíðar

Það eru áhugaverðir tímar framundan á Austurlandi. Nýtt sveitarfélag að verða að veruleika með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sveitarstjórnarkosningar þann 19. september. Fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verður að ljúka sameiningarferlinu, ákveða nafn nýja sveitarfélagsins og virkja nýtt stjórnskipulag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar