Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austurlandi og Austfjörðum. Tekur hún gildi kl. 3 í nótt og stendur í sólarhring. Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að spáð er vestanhvassviðri eða -stormi Austanlands í nótt og á morgun,
Húsnæðismál hafa verið eitt af helstu áherslumálum Framsóknaflokksins í gegnum tíðina. Því er það fagnaðarefni að Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um hlutdeildalán. Þau eru ætluð ungu fólki og tekjulágu. Markmiðið er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð.
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fiskmarkaðar Austurlands í Neskaupstað var tekin í síðustu viku. Framkvæmdastjóri markaðarins segir það bæta aðstöðu starfseminnar til muna.
Spennandi tímar eru runnir upp á Austurlandi með tilkomu hins víðlenda og, a.m.k. á landsbyggða mælikvarða, fjölmenna sveitarfélags sem saman er að renna úr Borgarfjarðarhreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi. Fyrir er Fjarðabyggð þar sem sameinuð eru sex sveitarfélög á fjörðunum frá því sú sameining hófst.
Hreindýrapylsa og heiðargæsahamborgari eru á matseðlinum í matarvagni Silla kokks sem verður á Egilsstöðum um helgina. Pylsan er sérstaklega gerð fyrir ferðina austur.
Lindex á Íslandi opnaði í dag nýja verslun í miðbæ Egilsstaða en mikill fjöldi lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn eða um helmingur bæjarbúa Egilsstaða og Fellabæjar sem telur tæplega 3.000 íbúa.