Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíð Gamla ríkisins á Seyðisfirði. Pétur Kristjánsson íbúi í bænum, sem hefur sterkar taugar til hússins, segir að hann vilji helst sjá eitthvað fyrir almenning í Gamla ríkinu í framtíðinni.
Þjálfarar Einherja og Hugins/Hattar hefðu báðir vilja fá meira en eitt stig út úr leik liðanna í þriðju deild karla í knattspyrnu á Vopnafirði í gær. Tómas Atli Björgvinsson, fimmtán ára, skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki þegar hann jafnaði fyrir Einherja.
Framleiðslufyrirtækið Truenorth getur ekki staðfest hvaða leikari var við tökur í Stuðagili um síðustu helgi, en gilið var lokað fyrir almennri umferð í tvo daga vegna þess. Framleiðandi hjá Truenorth segir svona stórt verkefni skipta máli á þessum tímum.
Appelsínugul viðvörun er í gangi í dag fyrir Austurland að Glettingi og gul fyrir Austfirði. Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi sé útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu.
Eftir því sem Covid-19 faraldurinn stendur lengur því meiri áhrif hefur hann á fjárhag sveitarfélaga, tekjur dragast saman á sama tíma og fjárhagslegar skuldbindingar verða meiri vegna verkefna tengdum faraldrinum.
„Þetta gekk alveg þokkalega hjá okkur í dag þar til að þoka skall á okkur um hálf þrjú leytið. Því gátum við ekki smalað allan daginn,“ segir Þorvarður Ingimarsson fjallskilastjóri Fljótsdælinga í samtali við Austurfrétt en hann fór við fimmta mann í göngur í morgun. Þetta eru fyrstu göngur á Austurlandi og óvenjusnemma á ferðinni. Réð veðurspáin miklu um það.