Allar fréttir

Íbúi vill eitthvað fyrir almenning í Gamla ríkinu

Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni um framtíð Gamla ríkisins á Seyðisfirði. Pétur Kristjánsson íbúi í bænum, sem hefur sterkar taugar til hússins, segir að hann vilji helst sjá eitthvað fyrir almenning í Gamla ríkinu í framtíðinni.

Lesa meira

„Leið eins og við hefðum tapað“

Þjálfarar Einherja og Hugins/Hattar hefðu báðir vilja fá meira en eitt stig út úr leik liðanna í þriðju deild karla í knattspyrnu á Vopnafirði í gær. Tómas Atli Björgvinsson, fimmtán ára, skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki þegar hann jafnaði fyrir Einherja.

Lesa meira

Frægur erlendur leikari í Stuðlagili

Framleiðslufyrirtækið Truenorth getur ekki staðfest hvaða leikari var við tökur í Stuðagili um síðustu helgi, en gilið var lokað fyrir almennri umferð í tvo daga vegna þess. Framleiðandi hjá Truenorth segir svona stórt verkefni skipta máli á þessum tímum.

Lesa meira

Spáð er stormi á Austurlandi í kvöld

Appelsínugul viðvörun er í gangi í dag fyrir Austurland að Glettingi og gul fyrir Austfirði. Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi sé útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu.

Lesa meira

Ábyrg fjármálastjórn á tímum heimsfaraldurs

Eftir því sem Covid-19 faraldurinn stendur lengur því meiri áhrif hefur hann á fjárhag sveitarfélaga, tekjur dragast saman á sama tíma og fjárhagslegar skuldbindingar verða meiri vegna verkefna tengdum faraldrinum.

Lesa meira

Fyrstu göngur gengu þokkalega í dag þrátt fyrir þoku

„Þetta gekk alveg þokkalega hjá okkur í dag þar til að þoka skall á okkur um hálf þrjú leytið. Því gátum við ekki smalað allan daginn,“ segir Þorvarður Ingimarsson fjallskilastjóri Fljótsdælinga í samtali við Austurfrétt en hann fór við fimmta mann í göngur í morgun. Þetta eru fyrstu göngur á Austurlandi og óvenjusnemma á ferðinni. Réð veðurspáin miklu um það.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar