Húsnæði fjarskiptafyrirtækisins Austurljóss á Egilsstöðum er talið gjörónýtt eftir eldsvoða í dag. Mikill eldur var þegar slökkviliðið kom á staðinn. Næsti brunahani reyndist ótengdur þegar til átti að taka.
Við prentun Austurgluggans í þessari viku urðu þau mistök að fjórar síður frá síðustu viku voru endurprentaðar en fjórar síður, sem áttu að vera í blaði vikunnar, féllu niður.
Kammerkór Egilsstaðakirkju flytur á sunnudagskvöld dagskrá þar sem sungin verða íslensk sönglög frá stofnun lýðveldisins. Þeim, sem deila afmælisári með lýðsveldinu, er boðið frítt á tónleikana. Tónleikar verða víðar um fjórðunginn um helgina.
Drengir í 10. flokki Hattar standa í kvöld fyrir körfuboltamaraþoni þar sem þeir spila stanslaust í átta tíma. Það er haldið til að safna fyrir æfingaferð til Spánar í júní.
Tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (TME) heldur í kvöld tónleika með úrvali af lögum sem æfð hafa verið upp fyrir og flutt á tónleikum sem félagið hefur staðið fyrir undanfarið eitt og hálft ár. Sérlega öflugt tónlistarlíf hefur verið í skólanum þennan tíma.
Í sumar verður mikið um að vera í kvennaknattspyrnunni hjá FHL. Meistaraflokkur félagsins spilar áfram í næstu efstu deild, Lengjudeildinni. Auk þess var í ár tekin ákvörðun um að senda til leiks lið í keppni U-20 ára liða.