Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskaði fyrir nokkru eftir umsögnum sveitarfélaga um fyrirhugað frumvarp til laga um virkjanakosti í vindorku. Múlaþing endursendi sína fyrri umsögn þar sem frumvarpsdrög nú höfðu ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá fyrstu tillögum.
Ágúst Lúðvíksson, doktor í eðlisfræði, hefur búið í Karlsruhe í Þýskalandi í um 40 ár en er uppalinn á Austfjörðum og Fljótsdalshéraði. Hann sækir enn reglulega austur og segir Héraðið eitt veita þá tilfinningu að hann sé kominn heim.
Lið FHL í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu náði jafntefli gegn Selfossi í gær í fyrstu umferð Íslandsmótsins. KFA vann Þrótt Vogum í fyrstu umferð annarrar deildar karla meðan Höttur/Huginn tapaði illa fyrir Haukum.
Dráttarbátur er kominn til Reyðarfjarðar til að draga Jón Kjartansson SU-311 til Danmerkur. Þar mun sögu skipsins ljúka því hann hefur verið seldur í brotajárn.
Halla Hrund Logadóttir mælist áfram með mest fylgi forsetaframbjóðenda á Austurlandi. Austfirðingum gefst tækifæri til að spyrja hana spurninga á opnum fundi sem Morgunblaðið stendur fyrir í kvöld.