„Ég var inni í húsinu Brennu, í miðbæ Neskaupstaðar, þar sem ritstjórnarskrifstofa Austurgluggans var þá. Ég man að ég var að lesa yfir blað vikunnar sem við höfðum klárað kvöldið áður, þegar síminn hringdi. Þetta var vinur minn sem vann í netagerðinni og hann sagði mér einfaldlega, blátt áfram, að það hefði fundist lík við bryggjuna, pakkað inn og með stunguförum. Þetta var eins hádramatískt og það gat orðið,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, sem var ritstjóri Austurgluggans árið 2004.
Sjö austfirsk ungmenni voru í U-17 ára landsliðunum í blaki sem í síðustu viku tóku þátt í opna Norðurlandamótinu í blaki sem fram fór í Ikast í Danmörku.
„Atli Heimir kemur sjálfur austur á tónleikana á sunnudaginn og það er okkur svo sannarlegur heiður,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, starfsmaður hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar, en austfirskt tónlistarfólk á öllum aldri flytur fjölbreytta tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson á tvennum tónleikum um helgina. Tilefnið er áttræðisafmæli Atla Heimis sem var þann 21. september síðastliðinn.
Mikil aðsókn var í gönguleikjunum Perlur Fljótsdalshéraðs og Heiðarbýlin í göngufæri sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir. Forsvarsmaður segir verkefnið gott fyrir samfélagið og vekji athygli aðkomufólks.
Bæjarfulltrúar meirihluta og bæjarstjóri Fjarðabyggðar áminntu bæjarfulltrúa Miðflokksins fyrir orð hans í garð starfsmanna sveitarfélagins á bæjarstjórnarfundi á fimmtudag. Ekki væri rétt að bera sakir á þá sem ekki sætu fundinn og gætu ekki svarað fyrir sig. Bæjarfulltrúinn kvaðst ekki hafa verið með ásakanir í garð starfsfólks.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps lýsir yfir vonbrigðum með samgönguáætlun sem nýverið var lögð fram á Alþingi. Ekki er gert ráð fyrir að Axarvegur komist til framkvæmda á næsta áratug samkvæmt henni.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps varð í gærkvöldi síðust til að samþykkja að taka þátt í sameiningarviðræðum fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að viðræðum verði lokið áður en árið 2020 gengur í garð.