„Í rauninni er ég bara í rusli, ég er búinn að gráta svo mikið af þakklæti,“ segir Fellbæingurinn og guðfræðingurinn Hjalti Jón Sverrisson, sem vígður var til prests síðastliðinn laugardag. Hann hefur verið skipaður safnaðarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
Tveir ungir nemendur af leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ veittu í vikunni móttöku styrk úr samfélagssjóði Alcoa til sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Styrkurinn er ætlaður til að bæta kennslu í raunvísindatengdum greinum.
„Fólk er ótrúlega ánægt og þakklátt og við höfum fengið rosalega góðar viðtökur,“ segir Hákon Hildibrand, en Hildibrand Hótel hefur nú opnað bakarí í gamla kaupfélagshúsinu í samstarfi við Sesam brauðhús á Reyðarfirði. Hákon er í yfirheyrslu vikunnar.
Héraðsdómur Austurlands hefur gert karlmanni á þrítugsaldri að greiða organista alls 450.000 krónur í málskostnað og fyrir þjónustu í jarðarför. Maðurinn neitaði að greiða reikning organistans því hann skildi prestinn á þá á leið að þjónusta organista og kórs væri honum að kostnaðarlausu.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Norðausturkjördæmis, vakti athygli á naumum hlut Austurlands í nýrri samgönguáætlun þegar hún var tekin til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni. Samgönguráðherra segir að þau verkefni hafi hlotið forgang sem auki öryggi mest.
Inga Rún Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, opnaði nýverið fyrirtækið Fjölskylduþjónustu Austurlands á Reyðarfirði. Markmið þess er að veita persónulega og faglega þjónustu sem mætir þörfum skjólstæðinga.