Leiknir Fáskrúðsfirði heldur sæti sínu í annarri deild karla í knattspyrnu en liðið vann Víði Garði 3-0 á heimavelli í lokaumferðinni í dag. Viðar Jónsson þjálfari hættir með liðið eftir fimm ára starf.
Landsnet sendi í morgun frá sér viðvörun um möguleg áhrif mikillar úrkomu og slyddu sem von er á í nótt á flutningskerfi raforku á Austurlandi. Vakt er á svæðinu en ekki er talið að veðrið hafi teljandi áhrif á kerfið.
„Ég fékk að prófa að æfa með nokkrum félögum en Breiðablik stóð uppúr, æfingasvæðið er stórt og öll umgjörð til fyrirmyndar,“ segir Héraðsbúinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er tvöfaldur meistari eftir sumarið með meistaraflokki kvenna í Breiðablik og er á leið til Armeníu með U-19 liði kvenna.
Mikið verður um að vera á Egilsstaðaflugvelli um helgina, en þar opnar málverkasýning Tolla í dag og morgun býður Hjörvar Steinn Grétarsson skákmeistari til fjölteflis í flugstöðinni.
Á laugardaginn er síðasti opnunardagur sumarsins í Salthúsmarkaðnum á Stöðvarfirði þar sem heimamenn selja fjölbreytt handverk. Þann 6. október verður hins vegar fyrsti opnunardagur vetrarins í nytjamarkaðnum Notó á Djúpavogi sem foreldrafélagið á staðnum heldur utan um sem fjáröflun fyrir félagið.
„Við eru að loka eftir sumarið og vildum hafa svona smá húllumhæ vegna þess,“ segir Eiður Ragnarsson hjá ferðaþjónustunni Bragðavöllum í Hamarsfirði, en þar verður slegið upp „hlöðusvari“ annað kvöld. Eiður er í yfirheyrslu vikunnar.