Á laugardaginn er síðasti opnunardagur sumarsins í Salthúsmarkaðnum á Stöðvarfirði þar sem heimamenn selja fjölbreytt handverk. Þann 6. október verður hins vegar fyrsti opnunardagur vetrarins í nytjamarkaðnum Notó á Djúpavogi sem foreldrafélagið á staðnum heldur utan um sem fjáröflun fyrir félagið.
Vátryggingafélag Íslands hefur ákveðið að sameina þjónustuskrifstofur sínar á Egilsstöðum og Reyðarfirði frá og með næstu mánaðarmótum. Breytingin er hluti af endurskipulagningu þjónustumiðstöðva VÍS.
„Aðal vandræðin eru sú að fólk heldur að þetta sé bara eitthvað djók,“ segir Kristinn Jónasson á Eskifirði um aðkomu Valhallar að Rússneskum kvikmyndadögum á Íslandi.
Ekkert varð af því að Huginn Seyðisfirði og Völsungur frá Húsavík mættust í umdeildum leik í annarri deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mættu hvort á sinn völlinn.
„Ég fékk að prófa að æfa með nokkrum félögum en Breiðablik stóð uppúr, æfingasvæðið er stórt og öll umgjörð til fyrirmyndar,“ segir Héraðsbúinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er tvöfaldur meistari eftir sumarið með meistaraflokki kvenna í Breiðablik og er á leið til Armeníu með U-19 liði kvenna.
Tveir danskir auðmenn, sem saman eiga fimm jarðir á Fljótsdalshéraði, hyggjast nýta eftirlaunaárin til að verja meiri tíma á Íslandi. Í samfloti við annan félaga eiga þeir hlut í sjöttu jörðinni í Breiðdal. Svisslendingurinn Rudolf Walter Lamprecth hefur nýverið keypt fjórar jarðir í Álftafirði.