„Aðal vandræðin eru sú að fólk heldur að þetta sé bara eitthvað djók,“ segir Kristinn Jónasson á Eskifirði um aðkomu Valhallar að Rússneskum kvikmyndadögum á Íslandi.
„Ég hef tekið mér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina. Eitt af því er að kenna börnum ritlist. Mér finnst frábært að vinna með börnum, finnst þau í rauninni betri útgáfa af mannfólkinu,“ segir Markús Már Efraím, rithöfundur og ritstjóri, en hann kynnti ritlist fyrir nemendum grunnskóla Fjarðabyggðar í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna- og ungmenna á Austurlandi.
„Þetta er mjög skemmtilegt framtak og frændur okkar Færeyingar vonast til þess að efla viðskiptasamband og samstarf fyrirtækja í Færeyjum og á Austurlandi,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en Sendistofa Færeyja á Íslandi og Austurbrú standa fyrir fyrirtækjasýningu og viðskiptafundum með færeyskum fyrirtækjum á morgun, þriðjudag, í safnaðarheimili Reyðarfjarðakirkju.
„Segja má að þetta hlaup sé ólympíuleikar fjallahlaupanna og var þetta verkefni stóra markmiðið mitt í ár, en þarna koma saman allir bestu fjallahlauparar heims,“ segir Norðfirðingurinn Þorbergur Ingi Jónsson vann enn eitt afrekið í ofurhlaupi á dögunum þegar hann hafnaði 32. sæti í einu af erfiðustu hlaupum heims. Hann segir hlaupin styrkja sig sem einstakling.
Fræðslunefnd Fjarðabyggðar hefur lagt til að nemendum verði bannað að koma með snjalltæki í skóla. Í umsögn skólastjórnenda í Fjarðabyggð um tillögu bæjarráðs segir að snjalltæki spili stóra rullu í kennslu og sveitarfélagið verði að tryggja öllum nemendum aðgang að slíkum tækjum til að bannið nái fram að ganga.