David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að hafa sparkað í leikmann Vals í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla síðasta fimmtudagskvöld.
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent frá sér upplýsingar eftir að tilkynning barst um mislingasmit hjá fullorðnum einstaklingi á Norðausturlandi. Viðkomandi er í einangrun í heimahúsi. Einstaklingar sem sóttu hátíð á Vopnafirði um síðustu helgi eru í smithættu.
Opinn fundur verður haldinn á Egilsstöðum á mánudag á vegum Umhverfisstofnunar sem hluti af verkefninu „Saman gegn sóun.“ Verkefnastjóri segir einstaklinga vera orðna vel meðvitaða en nú sé komið að fyrirtækja, vegna krafna frá bæði neytendum og stjórnvöldum en einnig því þau sjá tækifæri til að hagræða í rekstri.
Tímasetningu fundar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hefur verið breytt frá því sem upphaflega var auglýst þar sem fundurinn rakst á við leik Hattar og Vals í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik.
Ákveðið hefur að flýta bólusetningu barna gegn mislingum á Vopnafirði í kjölfar þess að smit greindist á Norðausturlandi á föstudagskvöld. Fleiri tilfelli hafa ekki greinst enn.
Boði Stefánsson hefur verið meindýraeyðir á Austurlandi í rúmlega 30 ár. Hann segir eftirspurn eftir þjónustu sinni hafa aukist, fyrst með sólpöllum og síðan aukinni vitund.