Allar fréttir

Hvað höfðu biskupsefnin að segja á Austurlandi?

Kosningu til biskups Íslands lýkur á morgun. Nýverið héldu biskupefnin þrjú: Guðmundur Karl, Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttir og Elínborg Sturludóttir sameiginlegan fund í Egilsstaðakirkju, sem var hluti af hringferð þeirra. Austurfrétt greip niður í helstu spurningar og svör frá fundinum.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur/Huginn fær Fylki í heimsókn

Höttur/Huginn fær úrvalsdeildarlið Fylkis í heimsókn í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Liðið tryggði sér sæti þar með sigri á Völsungi um helgina meðan KFA tapaði fyrir Þór Akureyri. FHL lauk keppni í Lengjubikar kvenna með sigri.

Lesa meira

Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Austurlandi vakti lukku

Efnilegt tónlistarfólk frá öllum sveitarfélögum Austurlands steig á svið í Tónlistarmiðstöð Austurlands um helgina og sýndi hvað í þeim bjó með fjölbreyttri efnisskrá sem spannaði allt frá klassík til rokks og róls.

Lesa meira

Hvað merkir að vera biskup Íslands?

Samkvæmt skilgreiningu: Er æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Skiptir máli fyrir hinn almenna Íslending hver velst til þessa starfs eða skiptir það aðeins máli fyrir starfandi presta og djákna?

Lesa meira

Austfirðingar sigursælir í Íslandsglímunni

Þórður Páll Ólafsson er nýr glímukóngur Íslands og Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning. Þau búa bæði á Reyðarfirði þótt Þórður Páll glími fyrir UÍA og Marín Laufey fyrir HSK.

Lesa meira

Ekkert verður af kaupum Múlaþings á landi Egilsstaða 2

Þrátt fyrir áhuga landeigenda að jörðinni Egilsstöðum 2, til suðurs af þéttbýlinu á Egilsstöðum, að selja þá jörð ber svo mikið í milli á milli þeirra og sveitarfélagsins Múlaþings með verðhugmyndir að viðræðum var hætt áður en þær komust á formlegt stig.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.