Allar fréttir
Fjarðabyggð sækir um ríflega tíu milljónir úr styrkvegasjóði
Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur óskað eftir 10,5 milljónum króna úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar en þeim sjóði er ætlað að styrkja vegaumbætur á samgönguleiðum sem ekki falla lögformlega undir skilgreiningar á vegum.
Árangurslausri heitavatnsborun hætt á Djúpavogi
Tveggja mánaða stanslaus tilraunaborun eftir heitu vatni við Djúpavog af hálfu HEF-veitna bar lítinn árangur og hefur verið hætt að sinni.
Ljósmyndasýning um Fjarðarheiðina
Vorsýning Skaftfells opnar á morgun. Hún nefnist „Heiðin“ og samanstendur af ljósmyndum og myndböndum eftir Seyðfirðinginn Jessicu Auer af Fjarðarheiði. Sýningin er um leið hin fyrsta undir umsjón nýs listræns stjórnanda Skaftfells.Afkoma A-hluta Fjarðabyggðar verri en reiknað var með
Þótt heildarafkoma Fjarðabyggðar á síðasta ári hafi verið jákvæð um 410 milljónir var afkoma A-hluta neikvæð um 102 milljónir, 80 milljónum verri en búist var við. Óhagstæð vaxtaþróun skýrir það að miklu leyti. Á sama tíma er veltufjárhlutfall sveitarfélagsins með allra besta móti.„Húsfyllir“ á fyrsta konukvöldi Píluklúbbs Vopnafjarðar
Sú staðreynd að níu mánaða gamall píluklúbbur í fámennu byggðalagi státi sig nú þegar af einstaklingi sem kominn er í úrtakshóp fyrir landslið Íslands í greininni er saga út af fyrir sig. Ekki síður merkilegt að „húsfyllir“ var á fyrsta konukvöldi klúbbsins á miðvikudaginn var.
Sjaldan fleiri viðburðir en á níunda Tæknidegi fjölskyldunnar í Verkmenntaskólanum
Hvernig tilfinning ætli sé að vera skipstjóri? Hvað er dulkóðun? Hvernig eru smáhýsi byggð og hvernig er hægt að móta landslag í sandkassa?