Allar fréttir

Körfubolti: Búist við 800 manns á leik Hattar og Vals

Smíðaðar verða sérstakar stúkur í íþróttahúsið á Egilsstöðum til að koma öllum áhugasömum áhorfendum fyrir á leik Hattar og Vals í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik. Dagskrá fyrir stuðningsfólk hefst utan við húsið þremur tímum fyrir leik.

Lesa meira

Ljósmyndasýning um Fjarðarheiðina

Vorsýning Skaftfells opnar á morgun. Hún nefnist „Heiðin“ og samanstendur af ljósmyndum og myndböndum eftir Seyðfirðinginn Jessicu Auer af Fjarðarheiði. Sýningin er um leið hin fyrsta undir umsjón nýs listræns stjórnanda Skaftfells.

Lesa meira

Afkoma A-hluta Fjarðabyggðar verri en reiknað var með

Þótt heildarafkoma Fjarðabyggðar á síðasta ári hafi verið jákvæð um 410 milljónir var afkoma A-hluta neikvæð um 102 milljónir, 80 milljónum verri en búist var við. Óhagstæð vaxtaþróun skýrir það að miklu leyti. Á sama tíma er veltufjárhlutfall sveitarfélagsins með allra besta móti.

Lesa meira

„Húsfyllir“ á fyrsta konukvöldi Píluklúbbs Vopnafjarðar

Sú staðreynd að níu mánaða gamall píluklúbbur í fámennu byggðalagi státi sig nú þegar af einstaklingi sem kominn er í úrtakshóp fyrir landslið Íslands í greininni er saga út af fyrir sig. Ekki síður merkilegt að „húsfyllir“ var á fyrsta konukvöldi klúbbsins á miðvikudaginn var.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.