Allar fréttir
Greiðum veginn
Það má með sanni segja að páskahretið hafi haft mikil áhrif á ferðalög landsmanna síðustu daga. Víða voru vegalokanir með tilheyrandi vandkvæðum fyrir þá sem þurftu að komast leiðar sinnar. Það er mjög skiljanlegt að umræður um jarðgöng verði háværari þegar vegir lokast í lengri tíma. Ég tek undir þá umræðu og tel afar brýnt að ávallt séu í gangi framkvæmdir við jarðgöng á hverjum tíma, ef ekki tvenn. Jarðgöng eru mikilvæg fyrir samfélagsuppbyggingu á hverjum stað, eins og dæmin sanna og geta skipt sköpum fyrir atvinnurekstur á landsbyggðinni svo ekki sé minnst á öryggið.Kvörtun vegna skipulagsbreytinga í Fjarðabyggð vísað frá
Umboðsmaður Alþingis vísaði frá kvörtun sem embættinu barst vegna þeirrar ákvörðunar sveitarfélagsins Fjarðabyggðar að vegna skipulagsbreytinga skyldi leggja niður safnastofnun og sameina undir einum hatti menningarstofu.
Ráðherra bakkar með þjóðlendukröfur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því að Óbyggðanefnd fresti málsmeðferð þjóðlendna á svæði 12, eyjum og skerjum, þannig að unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins með hliðsjón af betri gögnum.Auknar líkur á „stórum náttúrulegum snjóflóðum“ á sunnudag
Viðvörunarstig vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum hækkar á sunnudaginn kemur upp á fjórða stig sem þýðir mikla hættu samkvæmt nýjustu spá Veðurstofu Íslands.
Meðalaldur á Austurlandi töluvert yfir því sem raunin er á landsvísu
Þann 1. janúar 2024 bjuggu 95 einstaklingar í Fljótsdalshreppi, 60 karlmenn og 35 konur, en þar ekki búið fleiri síðan árið 2009 samkvæmt nýrri aðferð Hagstofu Íslands við mannfjöldatalningar. Meðalaldur íbúa hreppsins að nálgast fimmta tuginn eða 47,1 ár nákvæmlega sem er langhæsti meðalaldur á Austurlandi.