Allar fréttir

Greiðum veginn

Það má með sanni segja að páskahretið hafi haft mikil áhrif á ferðalög landsmanna síðustu daga. Víða voru vegalokanir með tilheyrandi vandkvæðum fyrir þá sem þurftu að komast leiðar sinnar. Það er mjög skiljanlegt að umræður um jarðgöng verði háværari þegar vegir lokast í lengri tíma. Ég tek undir þá umræðu og tel afar brýnt að ávallt séu í gangi framkvæmdir við jarðgöng á hverjum tíma, ef ekki tvenn. Jarðgöng eru mikilvæg fyrir samfélagsuppbyggingu á hverjum stað, eins og dæmin sanna og geta skipt sköpum fyrir atvinnurekstur á landsbyggðinni svo ekki sé minnst á öryggið.

Lesa meira

Ráðherra bakkar með þjóðlendukröfur

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því að Óbyggðanefnd fresti málsmeðferð þjóðlendna á svæði 12, eyjum og skerjum, þannig að unnt sé að endurskoða kröfur ríkisins með hliðsjón af betri gögnum.

Lesa meira

Meðalaldur á Austurlandi töluvert yfir því sem raunin er á landsvísu

Þann 1. janúar 2024 bjuggu 95 einstaklingar í Fljótsdalshreppi, 60 karlmenn og 35 konur, en þar ekki búið fleiri síðan árið 2009 samkvæmt nýrri aðferð Hagstofu Íslands við mannfjöldatalningar. Meðalaldur íbúa hreppsins að nálgast fimmta tuginn eða 47,1 ár nákvæmlega sem er langhæsti meðalaldur á Austurlandi.

Lesa meira

Einkaþotan áfram á Egilsstöðum

Búið er að afla upplýsinga sem skýra eignarhald portúgalskrar einkaþotu sem kyrrsett var á Egilsstaðaflugvelli í síðasta mánuði. Vélin er þó ekki enn flugfær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.