Allar fréttir
Körfubolti: Tap gegn Stjörnunni í lykilleik í baráttunni í úrslitakeppnissæti
Höttur tapaði í gærkvöldi 92-82 fyrir Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðin berjast um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Íslandsmótsins í ár. Meiðsli og veikindi lykilmanna hafa gert Hetti erfitt fyrir allra síðustu leiki.Níundi bekkur Nesskóla sýnir Kardemommubæinn
Níundi bekkur Nesskóla frumsýndi í gærkvöldi leikgerð sýna af Kardemommubænum. Hefð er að bekkurinn setji upp leikverk til að safna fyrir skólaferðalagi sínu. Leikverkið hefur verið aðlagað að stórum bekknum og má í því meðal annars finna fjóra ræningja.Fyrstu loðnufarmarnir á land hjá Eskju
Loks færst líf að nýju í uppsjávarvinnslu Eskju á Eskifirði eftir að fyrstu loðnu ársins var þar landað í fyrrakvöld þegar norska skipið Hargrun kom til hafnar með um 1100 tonn úr Barentshafinu. Í morgun kom annar 990 tonna farmur af sömu miðum og þriðja norska skipið er þegar á leiðinni.
Axel Örn sveitarstjóri til bráðabirgða
Axel Örn Sveinbjörnsson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, verður tímabundið sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Samþykkt hefur verið að auglýsa starfið.Hinrik Nói í Upptaktinn fyrir hönd Austurlands
Það verður hinn þrettán ára gamli Hinrik Nói Guðmundsson úr Tónlistarskólanum á Egilsstöðum sem taka mun þátt í Upptaktinum 2024 fyrir hönd Austurlands.