Allar fréttir
Áfram snjóflóðahætta á Austurlandi
Sökum rigninga og almennra hlýinda á Austurlandi næstu dægrin verður áfram nokkur snjóflóðahætta viðvarandi að mati Veðurstofu Íslands. Sérstaklega er hætta á votflóðum í neðri hluta hlíða.
Óformlegar viðræður milli framboðanna í Fjarðabyggð
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur í dag rætt óformlega við bæði fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn sleit á fimmtudag samstarfi sínu við Fjarðalistann.Sjaldæft að sjá þrumur og eldingar á þessum árstíma
Íbúar á bæði Egilsstöðum og Seyðisfirði urðu varir við þrumur og eldingar á tólfta tímanum í gærkvöldi. Veðurfræðingur segir slík veðurfyrirbrigði sjaldgæf á þessum árstíma en sérstök skilyrði hafi myndast í gærkvöldi.Undirskriftasöfnun hafin gegn breytingum á skólastofnunum í Fjarðabyggð
Yfir 500 manns hafa um helgina skrifað nafn sitt á undirskriftalista þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á fræðslustofnunum Fjarðabyggðar. Þær voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag og urðu til þess að meirihlutinn sprakk.Góðar gjafir gjörbreyta aðstöðu heilsugæslunnar á Vopnafirði
Aðstandendur allra fyrsta hjúkrunarfræðingsins sem starfaði á heilsugæslustöð Vopnafjarðar komu færandi hendi nýverið og gáfu heilsugæslunni á staðnum bæði fjölnota upplýsingaskjá og sérstakan rafdrifinn stól. Stóllinn sérstaklega mun gjörbreyta vinnuaðstöðu heilsugæslunnar.