Allar fréttir
Slit meirihlutasamstarfsins kom Hjördísi Helgu á óvart
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, fulltrúi Fjarðarlistans, sem greiddi mótatkvæði það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudagskvöld sem varð kveikjan að slitum meirihlutans í Fjarðabyggð segir slitin vissulega hafa komið á óvart. Meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn hafi að langmestu leyti gengið afar vel hingað til.
Þuríður Jónsdóttir næsti sparisjóðsstjóri í Neskaupstað
Stjórn Sparisjóðs Austurlands hefur ráðið Þuríði Jónsdóttur sem nýjan sparisjóðsstjóra. Hún mun hefja störf í sumar en tekur ekki formlega við starfinu fyrr en fráfarandi sparisjóðsstjóri hættir með haustinu.
Jón Björn: Einhugur um að slíta samstarfinu
Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð, segir samstöðu hafa ríkt innan flokksins um að slíta samstarfi hans við Fjarðalistann um meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur halda áfram um helgina að kanna forsendur fyrir nýjum meirihluta en formlegar viðræður þar um eru ekki hafnar.Stefán Þór Eysteinsson: Hefur ekki áhrif á samvinnuna innan Fjarðalistans
Stefán Þór Eysteinsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, segir það hafa verið óvænt og vonbrigði þegar Framsóknarflokkurinn sleit meirihluta samstarfi flokkanna í gærkvöldi. Hann segir samvinnuna innan Fjarðalistans enn góða þótt hann hafi klofnað í atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn á þriðjudag.Klikkað skáld með djassívafi í Egilsstaðakirkju í kvöld
Fyrsti mars er mikilvæg dagsetning. Ekki vegna þess að þann dag kom út fyrsta símaskrá Íslands eða vegna þess að þann dag 1989 var fyrsta skipti hægt að kaupa bjór í landinu. Öllu frekar af því að þann dag, í kvöld nánar tiltekið, fer fram allra fyrsti viðburður nýstofnaðs Listunnendafélags Austurlands.