Allar fréttir

Gott í gogginn: Kerfilpestó, fíflakaffi og rabarbaraís að hætti Frú Lúlú

Austurglugginn hefur lagt það í vana sinn að birta ómótstæðilegar mataruppskriftir fyrir helgar til að auka við innblástur austfirskra kokka. Að þessu sinni deilir Hákon Guðröðarson á Frú Lúlú í Neskaupstað með okkur brakandi ferskum sumaruppskriftum. Þar er ýmislegt nýnæmi á ferð.

rhubarb.jpg

 

Lesa meira

Trúin flytur fjöll og menn

Heimskur er heimaalinn hundur segir máltækið og ég hef alltaf verið sannfærð um að það er tóm vitleysa. Ekki á upplýsingaöld. Líklega myndi þó fátt hreyfast úr stað ef menn færu ekki tvist og bast um veröldina með hugmyndir sínar og framkvæmdir. Sumt gott, en annað talsvert verra.

Því er ég nú að skrifa þetta að til mín hrataði tilkynning um að góð hjón á Egilsstöðum séu á leiðinni til Afríkulandsins Kenía sem kristniboðar. Þau eru kannski fyrstu austfirðingarnir sem fara gagngert til Afríku í trúboð.

Lesa meira

Góðar gjafir við flutning VR

Austurlandsskrifstofa Verslunarmannafélags Reykjavíkur flutti sig á dögunum um set á Egilsstöðum og opnaði nýja og glæsilega skrifstofu að Kaupvangi  3b. Kristín María Björnsdóttir er í forsvari fyrir VR á Austurlandi. Í móttöku sem efnt var til fyrir félagsmenn í tilefni af flutningunum sagði hún vinnuaðstöðu alla verða mun betri í nýja húsnæðinu en verið hefur.

vr_vefur1.jpg

Lesa meira

Geislaþytur

Út er komin bókin Geislaþytur, Úrval sagna og ljóða eftir Gunnar Valdimarsson. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur út.

Formála að bókinni ritar Þorsteinn Gunnarsson, sonur skáldsins. Hann rekur stuttlega ævi föður síns og segi hana áhugaverðan spegil á líf íslensks alþýðufólks á tuttugustu öldinni.

geislaytur_vefur.jpg

Lesa meira

Austurland og lífsgarðyrkjan

Austurland. Mitt fagra Austurland. Í hringiðu atburðanna en þó svo órafjarri öllum alheimslegum  nöflum. Þjakað af alheimskreppu, en þó ofurlítið til hliðar við hana. Og fólkið sem fjórðunginn byggir lætur ekki deigan síga, þó efnahagslega þurfi að venda seglum um stund; það heldur ótrautt áfram að gera sitt besta og leggja til samfélagsins.

Lesa meira

Svívirðingunum ætlar ekki að linna

 

Nú kraumar sem aldrei fyrr í reiðikötlum íslensks almennings. Fólk er hreinlega brjálað yfir tilboði Björgólfsfeðga um að greiða helminginn af um sex milljarða króna skuld þeirra við Kaupþing vegna Landsbankakaupa og þá ekki síður að Kaupþing skuli telja það skoðunarvert. Þetta og skuldafjötrar íslensku þjóðarinnar vegna Icesafe og fleiri voðaverka er sem olía á eldinn sem snarkar í okkur flestum.

Lesa meira

Tíðindi þegar kona útskrifast sem húsgagnasmiður

Sigrún Steindórsdóttir, ættuð frá Víðarsstöðum á Héraði, er fyrsti neminn sem lýkur sveinsprófi í húsgagnasmíði undir handleiðslu Brúnás-innréttinga á Egilsstöðum og ein örfárra kvenna í iðninni. Hún lauk sveinsprófi nú nýlega.

sigrn_steindrsdttir_hsgagnasmiur_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.