Vélsmiðjan á Nesi verður menningardeigla
Menntamálaráðuneytið hefur farið þess á leit við mannvirkjasvið Fjarðab yggðar að þrír skólastjórabústaðir í sveitarfélaginu verði verðmetnir með hugsanlega sölu í huga. Íbúðarhúsin eru í eigu Fjarðabyggðar (25%) og ráðuneytisins (75%) sameiginlega. Eru þetta Skólavegur 75 á Fáskrúðsfirði, Lambeyrarbraut 8 á Eskifirði og Breiðablik 11 á Norðfirði.
Flugstoðir og Fjarðabyggð vinna sameiginlega að lausn þeirrar stöðu sem upp er komin á Norðfjarðarvelli eftir að þjónustusamningur milli hlutafélagsin og sveitarfélagsins rann út. Starfsmaður á vegum bæjarins, sem hafði tilskilin réttindi, kaus að halda ekki áfram. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helgu Jónsdóttur, bæjarstýru Fjarðabyggðar, við áhyggjum sem lýst var í grein flugstjóra hjá Mýflugi sem Austurglugginn birti í seinustu viku.
Pramminn sem flutti tíu mjöltanka fiskimjölsverksmiðju HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík kom í gærkvöldi til Vopnafjarðar með farm sinn. Ferðin tók þrjá daga. Verksmiðjan verður notuð við nýja loðnubræðslu HB Granda á Vopnafirði. Mjöltankarnir eru 22 metra háir og auk þeirra var búnaður fiskimjölsverksmiðjunnar fluttur með. Hver tankur er jafn hár og sjö hæða hús og í öryggisskyni var ákveðið að rafsjóða þá fasta við þilfarið á prammanum. Þegar allt er talið vóg farmurinn um 600 tonn. Flutningurinn gekk vel og fjölmenntu Vopnfirðingar á höfnina til að taka á móti flutningaprammanum, auk þess sem nokkrir bátar sigldu út til móts við hann í firðinum.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að taka tilboði lægstbjóðanda í endurnýjun stofnlagnar vegna snjóflóðavarnargarðs á Norðfirði. Bárust sex tilboð í verkið. Öll nema eitt voru undir kostnaðaráætlun, en hún nam tæpum 42 milljónum króna. Framkvæmdasýsla ríkisins yfirfór tilboðin og mat tilboð RBG vélaleigu-verktaka hagstæðast, en það nemur ríflega 24 milljónum króna.
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 8. júlí var staðfest tillaga fræðslunefndar frá 3. júlí um að gengið verði til samninga við Helgu Magneu Steinsson um starf skólastjóra við Hallormsstaðaskóla. Staðan var fyrir stuttu auglýst laus til umsóknar frá og með næsta skólaári. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna. Helga hefur komið að skólamálum mestan sinn starfsaldur og var m.a. skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til margra ára. Undanfarin misseri hefur Helga starfað sem verkefnisstjóri hjá Fjölmenningarsetri.
Ríflega fimmtíu keppendur í þrettán greinum eru undir merkjum UÍA á Landsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um helgina.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.