Allar fréttir

Kosta starf verkefnisstjóra vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma

 

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 6. maí að heimila bæjarstjóra og Heilbrigðisstofnun Austurlands að nýta tvær af þeim fimm milljónum sem Fljótsdalshérað veitti til undirbúnings að uppbyggingu hjúkrunarrýma á Egilsstöðum, til að kosta starf verkefnisstjóra um samræmingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Áfram verður unnið að samningum við ríkið um byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, að því er kemur fram í bókun bæjarstjórnar.

fljtsdalshra_merki.jpg

Undirbúningur Ormsteitis að hefjast

Ormsteiti er haldið ár hvert á Fljótsdalshéraði og nú er undirbúningur að hefjast á fullum krafti.  Að þessu sinni ber hátíðina upp frá 14. – 23. ágúst næstkomandi.  Borgarafundur verður haldinn um hátíðina í Valaskjálf, þriðjudaginn 12. maí og hefst fundurinn kl. 20.00.

ormsteiti_vefur_1.jpg

Lesa meira

Skemmtilegar myndir á heraust.is

Ýmsu nýju efni hefur nú verið bætti inn á vef Héraðsskjalasafns Austurlands, www.heraust.is. Þar má m.a. finna frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnahússins, undir flokknum Fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu héraðsskjalasafnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna, en hún nefnist Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

Lesa meira

Varar við breytingum á stjórnun fiskveiða

Bókun bæjarráðs Hornafjarðar um sjávarútvegsmál þann 8. maí 2009:     Atvinnulíf Íslendinga gengur í gegnum mikla erfiðleika nú um stundir. Rekstrarumhverfi fyrirtækja í landinu er háð mikilli óvissu og þar er sjávarútvegurinn sannarlega engin undantekning. Óstöðugur gjaldmiðill, háir vextir, vanmáttugt bankakerfi og erfið skuldastaða gera öllum atvinnurekstri á Íslandi erfitt um vik. Auk þessara óvissuþátta verða fyrirtæki í sjávarútvegi að glíma við sveiflur í lífríki hafsins og ekki síst aðstæður á mörkuðum erlendis.

Lesa meira

Hrafna Hanna í úrslit Idol

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs söngkona úr Djúpavogshreppi, komst á föstudagskvöld í úrslit Idol-Stjörnuleitar á Stöð 2.

 

Lesa meira

Fyrsta úthlutun Nytjamarkaðsins til góðra málefna

Siggi Jensson, forsprakki Fjarðaportsins á Reyðarfirði, afhenti Björgunarsveitinni Brimrúnu á Eskifirði peningagjöf að upphæð 50.000 kr.  í vikunni.  Peningarnir eru ágóði af sölu muna úr Nytjamarkaðnum sem er í Fjarðaportinu.

gmul_hsggn.jpg

Lesa meira

Síminn lokar á nafnlaus sms af vefsíðu

Ekki er lengur unnt að senda nafnlaus SMS skilaboð af vefsíðu  Símans, heldur verða öll SMS skilaboð auðkennd með símanúmeri sendanda. Tilgangurinn er að auka öryggi við notkun SMS skilaboða. Einungis viðskiptavinir Símans munu eftirleiðis geta nýtt sér Vef-SMS og þá eingöngu með því að auðkenna sig með símanúmeri.  Viðtakandi SMS-skilaboða veit því ávallt hver sendandinn er.

Þess eru dæmi að þjónusta á borð við auðkennislaus SMS hafi verið misnotuð í viðskiptum með fíkniefni sem og í eineltismálum.

siminn_logo_allcolors.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.