Hreppsráð Vopnafjarðar hefur samþykkt samhljóða að leita eftir opinberum fjárstuðningi til að ráða tímabundið verkefnisstjóra fyrir Finnafjarðarverkefnið.
Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Endurskoðun stendur yfir á fyrirkomulagi slökkviliða í Múlaþing, Fljótsdal og Vopnafjarðarhreppi. Til stendur að leggja niður byggðasamstarfið Brunavarnir á Austurland eftir tilurð Múlaþings.
Í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar í bæjarstjórn í gærdag kom m.a. fram að áætlað er að COVID muni kosta bæjarsjóð um 250 milljónir kr. í ár í minnkuðum tekjum.
Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir Fjarðarheiðargöng. Matið snýst fyrst og fremst um þrjár veglínur sem í boði eru í kringum Egilsstaði.
Austurland var með bestu nýtingu herbergja á hótelum í sumar ásamt Norðurlandi. Hlutfallslega var nýting herbergja á Austurlandi langt yfir meðaltali á landinu í heild.