Allar fréttir

Heiður Vigfúsdóttir lætur af störfum hjá Vök-Baths

Heiður Vigfúsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Vök-Baths. Þetta hefur staðið til í nokkurn tíma eins og fram hefur komið í fréttum. Hinsvegar hefur ráðning eftirmanns hennar frestast vegna COVID. Vök-Baths er lokuð þessa stundina vegna hertra sóttvarnareglna.

Lesa meira

Gefa ekki út opnunardag hleðslustöðvar

Rafbílaframleiðandinn Tesla áformar enn að opna hraðhleðslustöð á Egilsstöðum fyrir lok árs. Ekki fæst þó uppgefið nákvæmlega hvenær til standi að opna hana.

Lesa meira

Samdráttarmet sett á Hringveginum á Austurlandi

Umferðin á Hringveginum á Austurlandi minnkaði um tæp 37% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Er þetta mesti samdráttur milli ára í sögunni á Austurlandi. Á landsvísu minnkaði umferðin um Hringveginn um 21,5% milli ára í október sem er einnig samdráttarmet og þrefalt meira en fyrra met milli áranna 2010 og 2011.

Lesa meira

Heimilisofbeldismálum fjölgar milli ára á Austurlandi

„Skráðum heimilisofbeldismálum fjölgar milli ára á Austurlandi. Þar gæti verið um lítillega breytta skráningu að ræða fremur en raunfjölgun. Lögreglan er þó vakandi yfir málefnum sem tengjast heimilisofbeldi þar sem aukning hefur átt sér stað í öðrum landshlutum á því sviði. Á það sérstaklega við eftir að sóttvarnarreglur vegna COVID voru teknar upp.“

Lesa meira

Tófan Snæja er heimilisvinur á Mjóeyri

Fjölskyldan á Mjóeyri rétt utan Eskifjarðar er með nokkuð óvenjulegt gæludýr eða heimilisvin en það er tófan Snæja. Hún unir hag sínum vel á staðnum og kemur reglulega í mat. Fjallað er nánar um Snæju í blaðinu Austurglugginn sem kom út í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.