Allar fréttir
Dragan hættir með Fjarðabyggð eftir tímabilið
Dragan Stojanovic hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari karlaliðs Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar þegar samningur hans rennur út að lokinni yfirstandandi leiktíð. Hann mun þó stýra liðinu út leiktíðina, verði hún kláruð.
Töluverð eftirspurn eftir nýjum íbúðum á Vopnafirði
Af þeim átta íbúðum sem verið er að byggja á Vopnafirði eru sex á vegum sveitarfélagsins og fara þær í útleigu. 11 umsóknir bárust um þær íbúðir og því er ljóst að umframeftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu.Bátur sökk í höfninni á Stöðvarfirði
Báturinn Drangur ÁR 307 sökk í Stöðvarfjarðarhöfn í morgun. Verið er að reyna að koma upp girðingum í kringum hann til að koma í veg fyrir að mengun berist út frá honum.Ítreka grímunotkun í verslunum
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ítrekað grímuskyldu, þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks, við verslunarrekendur á svæðinu. Aðgerðastjórnin telur æskilegt að viðskiptavinir verslana beri almennt grímur fyrir vitum sér.Jólahlaðborðin geta verið snúin vegna COVID
Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hefur fengið fyrirspurnir um jólahlaðborð vinnustaða, hvernig þau samrýmist sóttvarnareglum sem gilda til 3. nóvember, að því er segir í tilkynningu. Þar kemur fram að jólahlaðborðin geta verið snúin vegna sóttvarnarreglna.
Hálka, éljagangur og bálhvasst á Austurlandi
Hálka og éljagangur er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Breiðdalsheiði og Vatnsskarði eystra og jafnframt bálhvasst.