Síldarvinnslan (SVN) hefur verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki samfellt frá árinu 2012 og hefur verið að færast upp listann á síðustu árum.
Viðar Jónsson hefur látið af störfum sem þjálfari liðs Hattar/Hugins í þriðju deild karla í knattspyrnu. Viðar mun ekki stýra liðinu síðustu tvo leikina í Íslandsmótinu ef þeir verða spilaðir.
Margrét Árnadóttir garðyrkjubóndi á Hallfreðarstöðum býður fólki á Egilsstöðum og nágrenni upp á nýupptekið kál til sölu. Hún ræktar það á lóð Barra á Valgerðarstöðum. Tegundirnar sem enn eru í boði eru hvítkál, hnúðkál og grænkál.
Ari Dan Árnason eldri borgari í Neskaupstað datt í lukkupottinn í gærdag þegar starfsmenn Réttingarverkstæðis Sveins komu í heimsókn til hans og afhentu honum gjafabréf upp á þrif, tjöruþvott og bón á bíl hans.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur þá sem hyggja á ferðir í sumarbústaði í öðrum landshlutum í vetrarfríum skóla að huga sérstaklega að smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins.
RARIK notaði þyrlu til að klára Mjóafjarðarlínu í gærdag og allt gekk eins og best var á kosið. Raunar gekk verkið betur en bjartsýnustu vonir gerðu ráð fyrir.