Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi minnir Austfirðinga á að hertar reglur vegna Covid-19 faraldursins taka gildi á miðnætti. Reglurnar ná yfir landið allt þótt staðan sé ágæt eystra í augnablikinu.
Grindavík vann Hött 94-101 eftir framlengingu í fyrsta leik Domino‘s deildar karla í gærkvöldi. Höttur var yfir lengi í leiknum en gestunum tókst að jafna leikinn undir lok venjulegs leiktíma og höfðu síðan yfirburði í framlengingu.
Höfundur: Eydís Ásbjörnsdóttir og Sigurður Ólafsson • Skrifað: .
Þau tíðindi urðu í vikunni að Karl Óttar Pétursson baðst lausnar frá störfum sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Ýmsar kenningar hafa heyrst um ástæður starfslokanna, enda er þetta eitthvað sem ekki hefur áður gerst í sögu hins sameinaða sveitarfélags okkar.
Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands hyggst koma á fót Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík á grunni starfsemi Breiðdalsseturs. Auglýst hefur verið eftir tveimur stafsmönnum með jarðvísindamenntun til starfa.
Farandkennarar á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa þrætt grunnskóla á Austurlandi, alla leið frá Höfn og að Egilsstöðum og kynnt fornsögur fyrir nemendur á miðstigi.