Allar fréttir
Enginn úr áhöfn Gullvers með Covid-veiruna
Enginn skipverja Gullvers NS er með Covid-19 veiruna. Þeir voru allir skimaðir eftir komuna til Seyðisfjarðar í gærkvöldi eftir að fimm þeirra höfðu sýnt einkenni.Eitt af fyrstu stóru verkunum að endurmeta fjárhagsstöðuna
Útlit er fyrir 320 milljónir vanti upp á áætlaðar tekjur Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem eftir helgi sameinast í nýtt sveitarfélag. Oddvitar nýmyndaðs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja sveitarfélagið hafa burði til að standa þetta högg af sér en þó verði að fara yfir allar áætlanir.Múli Craft Brew kynnir bjór með kóríander og mandarínu
Brugghúsið Múli Craft Brew stendur fyrir útgáfuhátíð á Egilsstöðum um helgina á nýjum bjór sínum. Sá heitir Hvítur-Belgian wit og í honum er m.a. kryddið kóríander og mandarínur.„Ætlum að hrista ærlega upp í íslenskum körfubolta á vordögum“
Þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar segir liðið stefna á að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í vor. Liðið tekur á móti Grindavík í fyrsta leik Íslandsmótsins í kvöld.Spennandi sultugerðarkeppni á Seyðisfirði
Hinn árlegi Haustroði verður haldin með pomp og prakt á Seyðisfirði um helgina í félagsheimilinu Herðubreið. Hátíðin hefst á morgun, laugardag, og meðal hápunktanna er hin spennandi sultugerðarkeppni.Umferðarslysum fækkar áfram á Austurlandi
Skráð umferðarslys á Austurlandi eru einu færra fyrstu níu mánuði ársins en þau voru á sama tíma árið 2019. Skráð slys eru 20 en voru 21 í fyrra.