Einungis eitt staðfest smit er á Austurlandi, landamærasmit sem kynnt var af hálfu aðgerðastjórnar í gær. Ekkert innanlandssmit er í fjórðungnum sem er jákvætt.
Lið Austurlands í þriðja flokki karla leikur á sunnudag í undanúrslitum Íslandsmóts þriðja flokks karla í knattspyrnu. Liðið vann í sumar C-deild mótsins og fór í gegnum hana án þess að tapa leik.
Veitingahúsinu Öldunni á Seyðisfirði hefur verið lokað fyrir veturinn. Þessi lokun er um mánuði fyrr en venjulega. Hótelið verður hinsvegar opið áfram í vetur.
Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 smits á Austurlandi. Viðkomandi greindist við sýnatöku á landamærum. Ekki er talið að fleiri séu útsettir fyrir smiti.
Ég varð fyrir talsverðu áfalli um daginn þegar ég uppgötvaði að ÉG, endurtek ég sjálfur, væri karlremba, afturhaldsseggur, dóni, og sennilega laumu kynþáttaníðingur og kvenhatari í þokkabót. Allt þetta af því mér hafi orðið það á að verða miðaldra og væri að sönnu karlmaður, bæði í grunninn og enn þann dag í dag.
Ljósinnsetning úr bílapörtum, nýsirkusssýning sem byggir á því hvernig vindurinn blæs og gamanleikrit er meðal þess sem í boði er á Austurlandi um helgina.