Allar fréttir
Úrslit í heimastjórnarkosningum
Samhliða sveitarstjórnarkosningunum í nýju sveitarfélagi á Austurlandi síðasta laugardag voru kosnir tveir aðalmenn og tveir varamenn í fjórar heimastjórnir sem fara munu með málefni hvers þess sveitarfélags sem sameinast.Meirihlutaviðræður hefjast seinnipartinn í dag
Gauti Jóhannesson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi segir að meirihlutaviðræður muni hefjast seinnipartinn í dag. Hann vildi hinsvegar ekki gefa upp að svo stöddu við hvaða flokk verður rætt fyrst.Aflaverðmæti makrílskipa 3 milljarðar króna hjá SVN
Aflaverðmæti makrílskipa hjá Síldarvinnslunni (SVN) nam rétt tæpum 3 milljörðum króna á þessari vertíð sem lauk nýlega.Þetta kemur fram á vefsíðu SVN. Þar segir að heildarkvóti íslenskra skipa á vertíðinni var 148.400 tonn og eru 18.900 tonn óveidd. Í fyrra nam makrílveiði Íslendinga 125.500 tonnum.