Frambjóðendur í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi eru almennt jákvæðir í garð fiskeldis en leggja áherslu á mikilvægi fjölbreytta lausna í atvinnulífi. Þeir telja mikilvægt að ýta undir uppbyggingu innviða til að efla atvinnulíf í sveitum.
Nýtt austfirskt leikverk um ævi Sunnefu Jónsdóttur verður frumsýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum annað kvöld. Höfundur verksins segir söguna flókna en bjóða upp á spennandi efnivið fyrir leikskáld.
Nú er unnið að endurhönnun á Golfvelli Seyðisfjarðar vegna fyrirhugaðra Fjarðaheiðarganga. Ljóst er að vegurinn að göngunum muni taka 6 holur af golfvellinum.
Óvenju margar kvartanir og ábendingar hafa borist HAUST á undanförnum mánuðum vegna lausagöngu hunda í þéttbýli á Austurlandi, einkum á Egilsstöðum og í Neskaupstað.
Mynd- og tónlistarsýningin Fly Me To The Moon verður opnuð í Tankinum á Djúpavogi annað kvöld (laugardag) kl. 20. Um er að ræða samstarfssýningu þeirra Birgis Sigurðssonar myndlistarmanns og Odds Garðarssonar tónlistarmanns.